Fjölmenni á VG fundi um alþjóðastjórnmál

IMG_5774 (002)

Fjölmenni var á fundi VG og VGR með Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni, prófessor í Miðausturlandafræðum í Norræna húsinu síðdegis í gær. Hátt á annað hundrað manns sóttu stórfróðlegan fyrirlestur Magnúsar sem staddur er hér á landi en hann er búsettur í Bandaríkjunum og starfar sem prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussets.

Frá Berlín til Bagdad var leiðarstefið í erindinu, þar sem Magnús varpaði ljósi á afleiðingar alþjóðastefnu Bandaríkjanna í málum Miðausturlanda, síðustu áratugina og líkti stöðu Bagdad á þessari öld við stöðu Berlínar á síðustu öld. Hann skoðaði hagsmuni Bandaríkjastjórnar á þessu svæði sérstaklega með það í huga hvað gæti verið í vændum í valdatíð Donalds Trump. Þar fjallaði hann sérstaklega um Írak, S’yrland Ísrael Palestínu og Sádi Arabíu. Katrín Jakobsdóttir stýrði umræðum í lok fundar, en gríðarlegur áhugi var fyrir efninu, svo færri en vildu komust að með spurningar.

VG þakkar Magnúsi Þorkeli og fundargestum fyrir góðan og fræðandi fund og stefnir að því að bjóða almenningi innan VG og utan upp á fleiri tækifæri til að kynna sér stærstu mál samtímans með aðkomu þeirra sem best til þekkja.

FullSizeRender (010)          IMG_5771 (002)