Fjölnir á Alþingi

Fjölnir Sæmundsson, rannsóknarlögreglumaður og formaður VG í Hafnarfirði,  tók í fyrsta skipti sæti á Alþingi í vikunni. Fjölnir situr á þingi þessa viku í fjarveru Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur. Fjölnir vinnur hjá héraðssaksóknara við rannsóknir efnahagsbrota. Rósa Björk er í Strassborg á þingfundi Evrópuráðsþingsins en hún er einn varaforseta þess. Í jómfrúrræðu Fjölnis kom ræddi hann um fjársvelti lögreglunnar og manneklu.  Og sagði vanta að lágmarki vantar 200 lögreglumenn til viðbótar til þess að lögregla gæti sinnt  lögbundinni skyldu sinni, en í ræðu Fjölnis kom fram að yfir 5000 lögreglurannsóknarmál bíða nú úrvinnslu.