Skráning á flokksráðsfund

DAGSKRÁ

09.30      Morgunkaffi og spjall.

10.00    Björn Valur Gíslason, varaformaður og formaður flokksráðs setur fundinn.

10.20  Katrín Jakobsdóttir, formaður VG flytur ræðu

11.00    Erindi: Maríanna Traustadóttir, fulltrúi ASÍ í aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hannes G. Sigurðsson, fulltrúi atvinnurekenda í sama hópi. Þau nálgast málin frá ólíku sjónarhorni og munu svara fyrirspurnum  í lok erinda þeirra.

12.00 – 13.00  Hádegismatur

13.00    Hópastarf

Vinstri græn og þingstörfin
Vinstri græn og umheimurinn
Vinstri græn og flokksstarfið

14:30    Kaffi og meððí

15.00   Niðurstöður hópastarfs – Almennar stjórnmálaumræður

17.00   Fundi slitið.

17.00 Léttar veitingar

KÆRI FLOKKSRÁÐSFULLTRÚI                               

Boðað er til flokksráðsfundar 4. mars næstkomandi. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í Hlégarði í Mosfellsbæ, og áætlað er að hann hefjist klukkan 10.00 á laugardegi og ljúki formlega um 17.00 og eftir það verði léttar veitingar á staðnum.

Meginmál fundarins verður staða Vinstri grænna í kjölfar kosninga og verkefnin framundan á vettvangi hreyfingarinnar.

Erindi: Maríanna Traustadóttir, fulltrúi ASÍ í aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hannes G. Sigurðsson, fulltrúi atvinnurekenda í sama hópi. Þau nálgast málin frá ólíku sjónarhorni og munu svara fyrirspurnum  í lok erinda þeirra.

Fundargögn verða almennt ekki prentuð fyrirfram en hægt verður að nálgast öll gögn á heimasíðu flokksins, vg.is.  Þeir sem vilja prentuð fundargögn, geta prentað þau út sjálfir, eða pantað útprent hjá skrifstofu með góðum fyrirvara.

 

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á fundinn í síðasta lagi fyrir 27. febrúar með því að fylla út skráningarform á heimasíðu hreyfingarinnar, senda póst á netfangið vg@vg.is eða hringja á skrifstofu hreyfingarinnar í síma 552-8872 eða 6167417.

Hádegismatur verður á staðnum og kostar 2500 krónur á mann, sé greitt fyrirfram. Grænmetis og veganfólk, þarf að skrá óskir sínar sérstaklega.  Best er að greiða í heimabanka, en krafa verður send fulltrúm sem skrá sig í mat. Hafi menn ekki töl á því má greiða með kreditkorti á staðnum og þá  2700 krónur.

Ýmis VG-varningur, merki, bækur, bollar, bolir verða til sölu á fundinum og hægt að borga með greiðslukorti eða reiðufé.

Ef þú kemst ekki á fundinn er nauðsynlegt að boða varamann skv. 29. gr. laga VG þar sem segir „í forföllum taka varamenn í viðkomandi trúnaðarstörfum sæti.“

 

 Bestu kveðjur, Björn Valur Gíslason.