Flokksráðsfundur á miðvikudag

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur verið kallað saman til fundar í Reykjavík síðdegis á miðvikudag. Þar verður ríkisstjórnarsáttmáli Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks borinn upp til samþykktar. Fundurinn er opinn öllum félögum í VG.  Allir félagar hafa málfrelsi og tillögurétt á flokksráðsfundum, en aðeins fulltrúar í flokksráði hafa atkvæðisrétt.  Dagskrá er að neðan

Flokksráðsfundur VG  29. nóvember 2017

Staður: Grand Hótel, Háteigur, salur á fjórðu hæð.

Stund: 17.00 – 21.00.

 

Flokksráðsfundur VG  29. nóvember 2017

Staður: Grand Hótel, Háteigur, salur á fjórðu hæð.

Stund: 17.00 – 21.00.

 

Fundarefni:  Ríkisstjórnarsáttmáli Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Dagskrá:

  1. Edward Hujibens, varaformaður VG og formaður flokksráðs setur fundinn og framkvæmdastjóri VG, Björg Eva Erlendsdóttir, fer yfir lög um flokksráð og Edward yfir reglur fundarins.
  2. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, segja frá stjórnarmyndunarviðræðum og kynna ríkisstjórnarsáttmála og fyrstu skref fyrirhugaðrar ríkisstjórnar.
  3. Umræður og afgreiðsla.
  4. Katrín Jakobsdóttir um niðurstöðuna.
  5. Fundi slitið.

 

Boðið verður upp á kvöldhressingu á fundinum.

Hámarksræðutími í umræðum er þrjár mínútur í fyrstu umferð og ein mínúta taki fólk aftur til máls. Þar sem fundartími er knappur er fundarmenn hvattir til að ydda mál sitt svo allir komist að með góðu móti.

Flokksráðsfulltrúar sem ferðast um langan veg geta sótt um ferðastyrki til miðlægrar skrifstofu, aki þeir á eigin bíl, eða kaupi flugfar. Nánari upplýsingar fást hjá Björgu Evu í síma 8961222.