Flokksráðsfundur og sumarferð

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs verður haldinn á Akureyri 9 – 10 september næstkomandi. Sumarferð er strax að loknum fundinum, um hádegi laugardaginn 10. september. Ætlunin er að fara í skoðunarferð um Tröllaskaga og í berjamó, ef veður leyfir og berin eru enn girnileg. Nánari upplýsingar upp þessa viðburði koma síðar, en nú er hægt að taka helgina frá. Gert er ráð fyrir að gista eina nótt, frá laugardegi til sunnudags og koma heim sunnudaginn 11. september. Það þarf að skrá sig sérstaklega í sumarferðina. Hún er að sjálfsögðu opin öllum félögum hreyfingarinnar þótt þeir séu ekki í flokksráði og hafi ekki sótt flokksráðsfundinn.