Flokksráðsfundur

Boðað er til flokksráðsfundar laugardaginn 21. júní 2014. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í sal Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Skráning á fundinn: Mikilvægt er að skrá sig á fundinn fyrir miðnætti 18. júní, en það er hægt að gera á hér. Einnig er hægt að hringja í síma 552-8872 (milli kl. 9 og 16 virka daga) eða senda tölvupóst á vg@vg.is. Boðið verður upp á hádegisverð á staðnum fyrir 1.000 kr. Vinsamlegast takið fram við skráningu hvort þið hyggist vera í mat.

Dagskrá flokksráðsfundar
10:00: Björn Valur Gíslason, formaður flokksráðs, setur fund og flytur ávarp.
10:20: Vg í hugum fólks. Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði.
11:00: Sveitarstjórnarkosningar 2014: Örerindi frá frambjóðendum og umræður í sal.
12:00: Hvað gekk best í kosningabaráttunni? Örerindi frá kosningastjórum og umræður í sal.
12:45: Matarhlé.
13:30: Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg, ávarpar fundinn og varpar fram spurningum um framtíðina.
14:00: Vinstri græn framtíð: Drög að nýrri sókn!
Hópastarf um framtíðarstefnumótun Vg fyrir landsfund haustið 2015.
16:15: Safnast saman og farið yfir niðurstöður hópastarfs.
17:00: Fundi slitið.

Athugið að þessi flokksráðsfundur er ekki hugsaður sem ályktanafundur heldur vinnufundur og ekki er gert ráð fyrir sérstökum umræðum um ályktanir. Ef flokksráðsfulltrúar vilja skila inn ályktunum þarf að skila þeim inn þremur sólarhringum fyrir fundardag eða í síðasta lagi á miðnætti 18. júní. Skal það gert  hér.