Forseti Alþingis um gagnsæi og starfsgreiðslur þingmanna

Tilkynning frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis í tilefni af starfsgreiðslum þingmanna

„Alþing­is­mönn­um hafa síðustu daga borist marg­vís­leg­ar fyr­ir­spurn­ir um greiðslur tengd­ar starfi þeirra á Alþingi. Af því til­efni vill for­seti Alþing­is koma því á fram­færi að til skoðunar hef­ur verið á und­an­förn­um mánuðum, og rætt m.a. í for­sæt­is­nefnd Alþing­is, að auka upp­lýs­inga­gjöf um kjör og starfs­kostnaðargreiðslur alþing­is­manna þannig að aðgang­ur að þeim verði öll­um auðveld­ur og þær birt­ar á vef þings­ins. Fyr­ir hafa legið í drög­um regl­ur um fyr­ir­komu­lagið og hef­ur í þeim efn­um verið horft til þess hvernig önn­ur þing haga upp­lýs­ing­um um þessi mál. Mark­miðið er að eng­in leynd sé yfir neinu sem varðar al­menn kjör og greiðslur til þing­manna og full­komið gagn­sæi ríki. – Þing­mönn­um er að auðvitað í sjálfs­vald sett hvaða upp­lýs­ing­um þeir koma sjálf­ir á fram­færi um sín kjör, eins og verið hef­ur.

Alþingi hef­ur með mark­viss­um hætti reynt að skapa góða um­gjörð störf og kjör þing­manna, þar á meðal með siðaregl­um og regl­um um hags­muna­skrán­ingu þing­manna sem eru á vef þings­ins. Sú aukna upp­lýs­inga­gjöf sem í vænd­um er mun bæt­ast þar við.“