Forval í Norðvesturkjördæmi 31. ágúst – 5. september

Framboðsfrestur til 10 ágúst

Á aðalfundi kjördæmisráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi í júní síðastliðnum var samþykkt að fram færi forval vegna komandi alþingiskosninga í haust.

Forvalið hefst 31. ágúst, með póstkosningu. Síðasti dagur til að póstleggja greidd atkvæði verður 5. september.

Frestur til að skila inn framboðum er til 10. ágúst nk. til kjörstjórnar á netfangið: forvalvg2016@gmail.com  Kjörseðlar verða sendir út 24. ágúst.

Kosningarétt hafa skráðir félagsmenn í félögum í kjördæminu og eru skráðir  21. ágúst, eða 10 dögum fyrir upphaf forvals. Kosið verður um  efstu sex sætin og er kosning bindandi í efstu fjögur sætin, að teknu tilliti til kynjakvóta, skv. reglum framboðsins þar um.