Forval í Norðvesturkjördæmi endurtekið

“Vegna mistaka sem urðu við útgáfu og útsendingu kjörgagna, ákvað kjörstjórn í Norðvesturkjördæmi,  í samráði við formann flokksins, að senda út ný kjörgögn með skýrari leiðbeiningum og að fram fari  nýtt forval hið allra fyrsta. Ný kjörgögn verða send á  allra næstu dögum öllum sem skráðir voru félagar þann 21. ágúst sl. Kjörseðlar munu  verða í öðrum lit til frekari aðgreiningar. Svarsendingum sem borist hafa nú þegar,  verður eytt á viðeigandi hátt”.

 

Fyrir hönd kjörstjórnar,

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, formaður.