Forval í Reykjavík 24. febrúar – frá kjörnefnd

Forval í Reykjavík 24. febrúar

Rafrænt forval Vinstri grænna í Reykjavík fer fram 24. febrúar næstkomandi. Valið verður í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar til borgarstjórnar Reykjavíkur í kosningunum sem fram fara þann 26. maí. Á kjörskrá í forvalinu eru félagar í Vinstri grænum sem skráð voru fyrir 14. febrúar 2018.

Kjörfundur rafræns forvals hefst klukkan 0:00 og stendur til 17:00. Frá 10:00 til 17:00 verður einnig hægt að kjósa á skrifstofu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík, þar sem félagar sem þess þurfa geta fengið leiðbeiningar um hvernig rafræn kosning fer fram. Upplýsingar um frambjóðendur á forvalinu má finna á vefslóðinni www.vgr.is/forval2018.

Til að taka þátt í forvalinu þarf að fara á innskráningarsíðu sem aðgengileg verður á vef Vinstri grænna í Reykjavík, www.vgr.is, ásamt leiðbeiningum. Þar þurfa félagar að skrá sig inn með rafrænu auðkenni, annaðhvort Íslyki eða Rafrænum skilríkjum.

Félagar sem hafa hug á að kjósa í forvalinu er hvattir til þess að kanna sem fyrst hvort þeir hafi rafræn auðkenni. Þeir félagar sem ekki hafa orðið sér úti um rafrænt auðkenni geta nálgast upplýsingar um hvernig þeirra er aflað á eftirfarndi vefsíðum:

Kjörnefnd Vinstri grænna í Reykjavík

 

Minnum einnig á framboðsfund laugardaginn 17. febrúar – í messanum Sjóminjasafninu kl 14-16