Framtíðarsýn í skattamálum

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Skatt­lagn­ing er sígilt við­fangs­efni stjórn­mál­anna enda er það í senn póli­tískt og heim­speki­legt við­fangs­efni sem snýst um grunn ­sam­fé­lags­gerð­ar­inn­ar.

Meg­in­hlut­verk skatt­kerf­is­ins er ekki ein­ungis að tryggja tekjur til að standa undir sam­neysl­unni eða grunn­þjón­ust­unni og tryggja þannig far­sæld allra. Skatt­kerfið getur líka þjón­að efna­hags­legum mark­miðum og er mik­il­vægt tekju­jöfn­un­ar­tæki, þannig að með ólík­um ­þrepum sé tryggt að hinir tekju- og eigna­meiri leggi hlut­falls­lega meira af ­mörkum en þeir sem minna hafa á milli handa. Þá má nýta skatt­kerfið til að ­stýra verð­lagn­ingu á til­teknum vörum, til dæmis með lágum virð­is­auka­skatti á mat í þágu tekju­lágra sem nýta hærra hlut­fall sinna tekna í mat­væli en hærri virð­is­auka­skatt á aðrar vör­ur. Einnig er hægt að nýta skatt­kerfið til að stuðla að sam­fé­lags­breyt­ing­um, til að mynda með svoköll­uðum grænum sköttum sem styðja við umhverf­is­vænni atvinnu- og sam­göngu­hætti. Síð­ast en ekki síst má segja að breyttir tímar kalli á nýtt hlut­verk skatt­kerf­is­ins að auka gegn­sæi í ljósi þess að um heim­inn eru skatt­stofnar ekki lengur stað­bundnir og upp­bygg­ing fjár­mála­kerf­is­ins hefur skapað ótelj­andi mögu­leika á felu­stöðum fyrir fjár­magn ­sem gerir það að verkum að hefð­bundnir skatt­stofnar end­ur­spegla aðeins hluta af því fé sem er í umferð.

Ég tel að breytt sam­fé­lags­gerð og fjár­mála­kerfi kalli á nýja hugsun í skatta­mál­um. Í fyrsta lagi í ljósi þess að hluti borg­ar­anna fær sínar tekjur með hefð­bundnum hætti í gegnum laun en hlut­i þeirra fær megnið af sínum tekjum af fjár­magni. Þrátt fyrir það er skatt­lagn­ingin ekki skipu­lögð með sama hætti. Eðli­legra væri að tekju­skattur og fjár­magnstekju­skattur fylgdu sömu lög­mál­um, með frí­tekju­marki og þrepa­skipt­u skatt­kerfi þannig að fólki sé ekki mis­munað eftir því hvaðan það hefur tekj­ur sín­ar.

Tekju­jöfn­uð­ur, sem meðal ann­ars er ­mældur með Gini stuðl­in­um, segir hins vegar aðeins hálfa sögu. Mis­kipt­ing auðs er ekki síður alvöru­mál. Á alþjóða­vísu hefur mis­skipt­ing auð­æfa í heim­in­um ­auk­ist hratt und­an­far­ið. Rík­asta pró­sentið á nú meira en hin 99 pró­sentin og auð­æfi þeirra hafa auk­ist langt umfram hag­vöxt í heim­in­um. Á Íslandi eiga rík­ustu tíu ­pró­sentin næstum þrjá fjórðu allra auð­æfa. Þetta kallar á umræðu um að taka upp­ auð­legð­ar­skatt – vita­skuld þarf að ákvarða af kost­gæfni við hvaða mörk hann ætti að vera – sem nauð­syn­lega jöfn­un­ar­að­gerð ef við teljum þessa mis­skipt­ingu óeðli­lega en það tel ég að hún sé.

Það þarf að end­ur­skoða fyr­ir­komu­lag ­trygg­inga­gjalds­ins sem á að standa undir mörgum mik­il­vægum verk­efnum en um leið er uppi krafa um lækkun þess, ekki síst til að bæta starfs­um­hverfi lít­illa og ­með­al­stórra fyr­ir­tækja. Þyrfti þá ef til vill að fara nýjar leiðir við fjár­mögnun mik­il­vægra verk­efna á borð við fæð­ing­ar­or­lof og at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar?

Það verður æ nauð­syn­legra að þjóð­ir heims eigi aukna sam­vinnu um skatta­mál því að þar hafa þær ekki enn náð að ­fylgja hnatt­væð­ing­unni sem ein­kenn­ist af því að fjár­magnið þekkir eng­in landa­mæri. Nú hafa tíu til fimmtán Evr­ópu­ríki sam­mælst um að taka upp skatt á fjár­magns­flutn­inga. Þessi nýi skattur var meðal ann­ars til umræðu á lofts­lags­ráð­stefn­unni í París því að þó að hann sé ekki hár í pró­sentum talið ­getur hann skilað gríð­ar­legum tekjum – til dæmis í hinni alþjóð­legu bar­átt­u ­gegn lofts­lags­breyt­ingum sem krefst alþjóða­sam­starfs.

Skattar eru gjaldið sem við greið­u­m ­fyrir að búa í sið­uðu sam­fé­lagi, sagði banda­ríski hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Oli­ver Wendell Holmes fyrir rúmri öld. Það er grund­vall­ar­at­riði hvernig við útfærum þetta gjald.