VG Árnessýslu: – Framundan á Suðurlandi

Fyrsta starfsári nýs VG félags í Árnessýslu er senn að ljúka og í lok starfsársins verða haldnir tveir fundir í sýslunni, sem allir eru velkomnir á. Annar er opinn fræðslufundur með Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni sunnlendinga, um eldgos og óróa af ýmsu tagi, en hitt er aðalfundur félagsins eftir fyrsta starfsárið. Hér að neðan er bréf frá formanninum Almari Sigurðssyni á Lambastöðum.

 

Kæri félagsmaður VG í Árnessýslu!

Nú er senn að ljúka fyrsta starfsári VG í Árnessýslu. Ýmislegt er búið að gera á þessu starfsári. Má þar nefna þátttaka og vinna vegna þingkosninga 2016, jólafundur í Hjarðarbóli með Ara Trausta og fundur með Katrínu Jakobsdóttur, Svandísi Svavarsdóttur og Ara Trausta í Flugminjasafninu á Selfossflugvelli í janúar. Í lok þessa starfsárs ætlum við að halda tvo fundi.

Fundur með Ara Trausta í Hjarðarbóli, Ölfusi, 20. apríl kl. 20:00

Fundarefni er eldgos, jarðfræði og stjórnmál.

Ari Trausti ætlar að reyna að svara spurningunni, „Hvar gýs næst“? Verður það Hekla, Katla, Bárðarbunga eða stjórnarráðið?

Aðalfundur VG í Árnessýslu verður haldinn í Skaftholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 27. apríl kl. 20:00.

Dagskrá fundar, venjuleg aðalfundarstörf.

Björg Eva framkvæmdastjóri Vinstri grænna mætir á aðalfundinn og segir okkur frá innra starfi flokksins og flokksskipulagi.

Við vonumst til að sjá sem flesta á fundunum tveimur sem eru nú á næstu dögum.

Virðingarfyllst Almar Sigurðsson, formaður VG í Árnessýslu.