Fundur ráðherra á Grand Hótel í Reykjavík í kvöld klukkan átta.

Ráðherrar VG halda opna fundi víða um land í kjördæmavikunni og þann síðasta á Grand Hótel Reykjavík í kvöld.

Fundaröðin hófst fyrir fullu húsi í Stykkishólmi, í fyrradag var fjölmennur fundur á Sauðárkróki og í gær tóku ráðherrarnir á móti gestum á umræðufundi í Listasafni Akureyrar.

Fundur kvöldsins hefst á Grand Hótel í Reykjavík klukkan 20.00.  Þar sitja fyrir svörum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Á ferðum sínum í vikunni hafa ráðherrar VG komið víða við og hitt nokkur hundruð manns, í fyrirtækjum, stofnunum, sveitarstjórnum og á fundum þar sem stór pólitísk mál hafa verið rædd.

Missið ekki af lokahnykknum í Reykjavík í kvöld. Öll velkomin á spennandi umræðufund með ráðherrum VG á Grand Hótel. Fundarstjóri er Þóra Magnea Magnúsdóttir, fjölmiðlafulltrúi stjórnar VG.