Fundir í næstu viku

Þingmenn Vinstri grænna halda áfram að ferðast um landið og hitta félagsmenn. Dagskrá funda næstu viku má finna hér að neðan, og einnig fundarboð aðalfundar kjördæmisráðs NA-kjördæmis.
Mánudagur 16. janúar
Egilsstaðir, Gistihúsi Egilsstaða, kl. 20:00. Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir mæta.

Ung vinstri græn, Hallveigarstöðum, kl. 20:00. Þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og varaþingmaðurinn Iðunn Garðarsdóttir mæta.

Þriðjudagur 17. janúar
Norðfjörður, á Hótel Hildibrandi, kl. 12:00. Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir mæta.

Húsavík, í sal Framsýnar, kl. 20:30. Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir mæta.

Mosfellsbær, í Hlégarði, 2. hæð, kl. 20:00. Þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Steinunn Þóra Árnadóttir mæta.

Miðvikudagur 18. janúar
Siglufjörður, á Sigló Hótel, kl. 12:00. Þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir mæta.

Kópavogur, Auðbrekku 16, kl. 20:00. Katrín Jakobsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Andrés Ingi Jónsson mæta.

Fimmtudagur 19. janúar
Hafnarfjörður, Strandgötu 11, kl. 20:00. Þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Rósa Björk Bryjólfsdóttir og Svandís Svavarsdóttir mæta.

Einnig verður fundur í Vestmannaeyjum kl. 20:00. Meira um þann fund síðar.
Aðalfundur kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis

Aðalfundur kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi verður haldinn laugardaginn 21. janúar nk. í Sel-hóteli í Mývatnssveit.

Fundurinn hefst kl. 11:00 og áætluð fundarlok eru kl. 15:00.

Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf og uppgjör kosningabaráttu VG í Norðausturkjördæmi vegna alþingiskosninganna 29. október 2016.

Einnig munu þingmenn kjördæmisins fara yfir hina pólitísku stöðu.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Minnt er á að hvert svæðisfélag innan kjördæmisráðsins á samkvæmt lögum VG rétt á að tilnefna á aðalfund kjördæmisráðsins einn fulltrúa fyrir hverja fimm félaga eða brot úr þeirri tölu.

Stjórn kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi