Gæfumunurinn: – Samið við ljósmæður.
Ljósmæður sömdu við ríkið í dag um nýjan kjarasamning.
Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands sagði í samtali við mbl.is að aðkoma Svandísar hafi gert gæfumuninn í að höggva á hnútinn sem hafið myndast í viðræðunum.
„Það er fagnaðarefni að hér sé komin lausn á þessari erfiðu deilu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um samkomulagið sem náðist á fundi fulltrúa ljósmæðra og ríkisins í dag.