Gerum betur – kosningaáherslur Vinstri grænna

„Við tölum fyrir samfélagi fyrir alla og hluti af því er að skattkerfið sé réttlátt, að almenningur í þessu landi geti lifað góðu lífi á sanngjörnum launum sem duga til að ná endum saman og innviðirnir standi undir nafni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna þegar hún kynnti kosningaáherslur hreyfingarinnar á komandi kosningum á landsfundi í dag. „Í velferðinni sem við eigum saman felast verðmætin fyrir fjölskyldunar í landinu. Það eru verðmætin að geta gengið að heilbrigðisþjónustu og menntun – að geta treyst því að samfélagið grípi fólk. Þetta verður stóra málið ásamt metnaðarfullum markmiðum í umhverfismálum,“ sagði Katrín. Kosningaáherslurnar má finna hér í heild sinni.

Landsfundi Vinstri grænna var slitið klukkan 16 í dag.