Gleðilega hátíð

Kæru félagar!

Sendum ykkur hugheilar hátíðarkveðjur og ósk um frið og farsæld á nýju ári. Þökkum fyrir gott og gefandi samstarf á liðnu ári. Á komandi ári munum við halda ótrauð áfram baráttunni fyrir náttúru-og umhverfisvernd, réttlæti og jöfnuði, friði og kvenfrelsi.

Við viljum minna á að skrifstofa hreyfingarinnar er lokuð yfir hátíðarnar. Vertu velkomin að kíkja á okkur í ennþá betri skrifstofu á Hallveigarstöðum á nýju ári!