Gluggað í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar

Ef fara á í sauma á stefnu­lýs­ingu nýrrar rík­is­stjórnar þarf mikið rými. Margt er þar ósagt, eitt­hvað óljóst, annað almennt og túlk­an­legt og enn annað bæri­lega skýrt. Sam­kvæmt orðum for­svars­mann­anna eru vel­ferð­ar­mál í víðum skiln­ingi og inn­viðir lands og sam­fé­lags mál mál­anna. Eftir van­fjár­mögnun úrbóta sl. kjör­tíma­bil, í marg­yf­ir­lýstu góð­æri þar sem fjár­laga­frum­varp 2017 var samt undir núlli tekju­meg­in, er deg­inum ljós­ara að mikla við­bót­ar­fjár­mögnun þarf svo koma megi mörgu í betra horf á næstu 1-2 árum. Til þess þarf tugi millj­arða króna, senni­lega 50-60 millj­arða á ári. Þá er ekki gert ráð fyrir t.d. nýjum Land­spít­ala. Aft­ar­lega í stefnu­lýs­ing­unni er skrifað að nú skuli „veru­legar útgjalda­aukn­ingar rúm­ast inn­an­ hag­sveifl­unn­ar. Það merkir að veru­legan tekju­auka í úrbætur má ekki sækja til­ ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem eru meira en aflögu­fær – og það ­stað­fest ­með orðum fjár­mála­ráð­herra um „engar skatta­hækk­an­ir“. Hér er sem sagt verið að binda úrbætur við óvissa hag­sveiflu í stað þess að láta hags­muni almenn­ings ráða og sækja fé þangað sem það er til í miklu magni; t.d. hjá því eina pró­senti fjár­magnstekju­eig­enda sem tekur við 44% allra fjár­magnstekna en þær voru alls 95 millj­arðar sl. ár. Eða með komu­gjöldum eða kolefn­is­skatti á stórðju eða hærri veiði­gjöldum eða…?

Í yfir­lýs­ing­unni er opnað fyrir einka­væð­ingu í mennta­kerf­inu og sam­göngum með loðnu orða­lagi. Í heil­brigð­is­málum er hins vegar ekki minnst á „sam­fjár­mögn­un“ eða „fjöl­breytt­ara rekstr­ar­for­m“. Það eru loðnu hug­tökin sem fela þessi áform um einka­væð­ingu í hinum mála­flokk­un­um. Aðeins er tæpt á mik­il­vægum og jákvæðum mark­mið­um, m.a. „góðri þjón­ustu óháð efna­hag“. Því er nefni­lega þannig varið að einka­væð­ing í heil­brigð­is­þjón­ustu er nokkuð á veg komin og skv. lögum um rík­is­fjár­mál er unnt að halda henni áfram án þess að slíkt komi inn til með­ferðar Alþing­is.

Í plagg­inu eru jákvæð orð í garð inn­flytj­enda, flótta­manna og fólks utan EES sem leitar hingað til vinnu en ekk­ert um þró­un­ar­að­stoð, aðeins neyð­ar­að­stoð. Við erum ein nís­kasta þjóð heims í þessum efnum með 0,24% af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu (2015) í stað við­mið­unar nágranna­þjóða og mark­miða SÞ sem er 0,7%. Er ekki þarna einn lyk­ill­inn að betri mögu­leikum fólks í fjar­lægum löndum til að efla eigin hag? Eigum við ekki að gera bet­ur?