Góðæris heiður himinn – eða hvað

Hag­kerfið íslenska sner­i við úr sam­drætti og djúpri lægð á síð­ari hluta árs­ins 2010. Síðan þá hafa flestir hag­vísar á Íslandi þró­ast jafn og þétt í rétta átt. Hér hefur ver­ið ­sam­felldur hag­vöxt­ur, atvinnu­leysi hefur minnkað jafnt og þétt, hagur heim­ila og atvinnu­lífs að jafn­aði batn­að, skuldir lækkað og afkoma rík­is­ins hefur ver­ið í jafn­vægi eða plús síðan 2013.

Enda er nú svo komið að farið er að bera á gam­al­kunn­ugum og ónota­legum belg­ingi um að hér sé allt að ­ganga svo miklu betur en ann­ars stað­ar, við séum að kom­ast í öfunds­verða stöð­u og ekk­ert annað en blóma­breiður séu framund­an. Þá staldrar und­ir­rit­aður við. Er að læð­ast aftan að okkur sama gagn­rýn­is- og and­vara­leysið og fór svo illa með­ okkur árin fyrir hrunið 2008? Ég minn­ist and­rúms­lofts­ins og umræð­unnar 2005, 2006 og í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga 2007. Þegar reynt var að benda á hættu­merkin og alla mæl­ana sem stóðu á rauðu var maður sak­aður um ­svart­sýn­is­raus og að sjá ekki veisl­una. Svo fór sem fór.

Til að fyr­ir­byggja allan mis­skiln­ing þá gleðst und­ir­rit­aður á hverjum degi yfir því sem enn er að sýna og sanna að efna­hags­leg end­ur­reisn Íslands, sem með ærinni fyr­ir­höfn tókst að ýta af stað á árinu 2010, er enn að ganga vel. En engu að síður ætla ég mér ekki frekar nú en fyrr að sofa á verð­in­um. Bitur reynsla ætti að hafa kennt okk­ur Ís­lend­ingum lex­íu. Það er ekki síður og kannski fyrst og fremst þegar við höldum að allt leiki í lyndi og trúum því að við siglum góð­ær­is­byr, sem við ­gerum mis­tökin og klúðrum hag­stjórn­inni. Enn er til­tölu­lega heiður him­inn, en hyggjum að eft­ir­far­andi skýjum við sjón­deild­ar­hring:

Skoðað í skýin

1) Vöru­skipta­jöfn­uð­ur­inn er nú nei­kvæður mánuð eftir mán­uð. Þ.e., við flytjum minni verð­mæti út í formi varn­ings en við flytjum inn. Fyrstu fjóra mán­uði árs­ins var halli á vöru­við­skiptum tæp­lega 31 millj­arður króna en á sama tíma­bili í fyrra var af­gangur uppá tæpa 9 millj­arða. Sem sagt, sveifla til hins verra sem nemur 40 millj­örðum frá fyrra ári. Ef ekki væri hinn ævin­týra­legi vöxtur ferða­þjón­ust­unn­ar og mik­ill afgangur af þjón­ustu­við­skiptum væru þetta gam­al­kunnug hættu­merki og eru það auð­vitað enn, því ferða­þjón­usta og þjón­ustu­við­skipti almennt eru ­kvik­ari starf­semi en rógróin fram­leiðslu­starf­semi.

2) Þó verð­bólga sé enn lág og vel undir við­mið­un­ar­mörkum þá skýrist það ann­ars vegar af ytri aðstæð­u­m ­sem við höfum lítið yfir að segja, svo sem sögu­lega lágu olíu- og hrá­vöru­verð­i. Hins vegar af því að krónan hefur verið í styrk­ing­arfasa og ríkið hefur afsal­að ­sér tekjum að hluta gegnum leiðir sem hafa lækkað verð­lag. Það hefur að vís­u skilað sér illa til neyt­enda og áhrifin af slíku því minni en ella. En, hvor­ug­t ­styrkir okkur að mínu mati til fram­tíðar lit­ið. Útflutn­ings- og ­sam­keppn­is­greinar þola mis­vel frek­ari styrk­ingu geng­is­ins og ríkið þarf á traust­u­m og stöð­ugum tekju­stofnum að halda til að tryggja und­ir­stöð­ur­ vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins.

3) Afkoma rík­is­ins er í of miklum mæli byggð á ein­skiptis eða skamm­tíma búhnykkjum en ekki traust­u­m grunn­rekstri. Satt best að segja er afkoma rík­is­ins án óreglu­legra liða nánast í járnum og horfur á því áfram sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi rík­is­fjár­mála­á­ætl­un. Þessu veldur fyrst og fremst mik­ið ­tekju­af­sal rík­is­ins í tíð núver­andi rík­is­stjórn­ar. Lækkun skatta í anda hægri­stefnu á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili í vax­andi þenslu­á­standi á mörg­um sviðum er að mínu mati óskyn­sam­leg leið og áhættu­söm horft frá sjón­ar­hóli ­rík­is­bú­skap­ar­ins og getur komið hart niður á afkomu rík­is­sjóðs ef ytri aðstæð­ur­ breyt­ast til hins verra.

4) Hagur sveit­ar­fé­lag­anna hefur ekki batnað í takt við batn­andi stöðu rík­is­sjóðs. Stóru sveit­ar­fé­lög­in voru flest rekin með halla á síð­asta ári og verða í besta falli nálægt núll­in­u á þessu ári. Engu að síður velur rík­is­stjórnin að lækka sínar tekj­ur, og það því miður oftar en ekki í þágu þeirra sem síst þurfa á því að halda, fremur en ­færa ein­hverja tekju­stofna yfir til sveit­ar­fé­lag­anna og jafna þannig á klifj­un­um. Þetta er óskyn­sam­leg „landamæra­hugs­un“ þegar kemur að ábyrg­um ­rekstri vel­ferða­sam­fé­lags­ins í land­inu í heild.

5) Fjár­fest­inga­stig ­rík­is­ins er allt of lágt og ástandið alger­lega ósjálf­bært hvað það snert­ir. Inn­við­irn­ir, svo sem veg­irn­ir, eru að grotna niður og á því sviði hleðst upp­ skuld við fram­tíð­ina. Flokka má kjarna­starf­semi heil­brigð­is- og mennta­kerf­is til inn­viða sam­fé­lags­ins í þessu sam­hengi og þar liggur fyrir þörfin á að ger­a bet­ur. Nægir að nefna stöðu Land­spít­al­ans og fram­halds­skól­ana í því sam­band­i. Fjár­fest­ingar uppá 1,3% af vergri lands­fram­leiðslu og þó þær eigi að tosast upp í 1,5% árið 2019 sam­kvæmt rík­is­fjár­mála­á­ætl­un, er miðað við sögu­legt með­al­tal um helm­ingi of lágt. Vissu­lega er ákveð­inn hag­stjórn­ar­legur vandi því sam­fara að stór­auka alveg á næst­unni fjár­fest­ingar rík­is­ins, sbr. það sem hér verð­ur­ fjallað um á eftir um ákveðin bólu­merki, en við því má sjá með ýmsum aðferð­u­m og ekki síst því að afla ein­fald­lega tekna á móti þeim auknu fjár­fest­ing­um. Auk þess má velja framkvæmdum stað og stærð þannig að það yrði síð­ur­ þenslu­hvetj­andi en ella.

6) Vaxta­stigið í land­in­u er þegar mjög hátt á sama tíma og það er í sögu­legu lág­marki í flestum nálæg­um lönd­um. Vaxta­mun­ur­inn milli Íslands og ann­arra landa býður heim, og raun­ger­ir ­reyndar þeg­ar, vaxta­muna­við­skipta­brask og ættum við nú að vera nógu brennd á því. Þessu vaxta­stigi fylgir mik­ill kostn­aður og komi til frek­ari vaxta­hækk­ana geta af­leið­ing­arnar orðið skelfi­legar eins og reynslan sýn­ir. Hug­leiðum hvað ger­ist ef ytri aðstæður snú­ast snögg­lega við og hækk­andi olíu- og hrá­vöru­verð tek­ur allt í einu að flytja inn verð­bólgu í stað þess að hafa lækkað hana að und­an­förnu.

7) Ákveðin þenslu- eða ­bólu­merki sjást á gam­al­kunn­ugum svið­um. Fast­eigna­mark­að­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er þan­inn og ástandið á því sviði reyndar herfi­legt á allan hátt. Í bygg­inga­geir­anum og mann­virkja­gerð er hið sama uppi og æ oftar ber­ast nú fréttir af til­boðum í verk sem eru tugi pró­senta yfir kostn­að­ar­á­ætl­un­um. Þau skila­boð ættum við að taka alvar­lega. Það er að byggj­ast upp ójafn­vægi, bæði í efna­hags­legu og hag­stjórn­ar­legu til­liti og einnig milli lands­hluta. Slak­inn er horf­inn á vinnu­mark­aði og spennu þar haldið niðri með stór­felldum inn­flutn­ing­i á vinnu­afli.

8) Þrátt fyr­ir­ efna­hags­legan upp­gang helst okkur illa á ungu fólki og umtals­vert fleiri ­ís­lenskir rík­is­borg­arar flytja frá land­inu en koma til baka nú miss­eri eft­ir miss­eri. Vanda­málið er gam­al­kunn­ugt en jafn mikið áhyggju­efni fyrir því og ­reyndar nýtt að hag­stætt árferði efna­hags­lega skuli ekki einu sinni duga til að ná a.m.k. tíma­bundnu jafn­vægi. Er okkur ekki að mis­takast að skapa hér nóg­u ­barn- og fjöl­skyldu­vænt sam­fé­lag, jákvætt and­rúms­loft og spenn­and­i fram­tíð­ar­horfur fyrir nýjar kyn­slóðir í ljósi þessa?

9) Efna­hags­á­stand, ­þjóð­mála­á­stand og and­rúms­loft eru í meira og minna mæli hug­læg fyr­ir­bæri. ­Þjóðin er ósátt við sitt lítið af hverju eins og t.d. apr­íl­mán­uður sýndi og ekki að ástæðu­lausu. Orð­spor lands­ins hefur á nýjan leik beðið hnekki á al­þjóða­vett­vangi og þó auð­vitað sé engin leið að kvarða áhrifin af slíku geta þau varla verið annað en nei­kvæð. Aðeins er spurn­ing um stærð­argráðuna. Vafa­samt þátt­töku­heims­met Íslend­inga í aflands­við­skiptum með ráða­menn í brodd­i ­fylk­ing­ar, sem Panama­skjölin afhjúp­uðu, var ekki það sem við þurftum mest á að halda til að end­ur­heimta traust og til­trú á að hér væri að rísa rétt­lát­ara og heið­ar­legra sam­fé­lag úr rústum hruns­ins.

10) Og síð­ast en ekki síst skulum við enda á spurn­ing­unni um rétt­látt sam­fé­lag. Útbreidd til­finn­ing manna fyrir því að þeir ­búi þrátt fyrir allt í rétt­látu, heið­ar­legu og sann­gjörnu sam­fé­lagi er ­senni­lega dýr­mætasta þjóð­ar­eign sem til er tak­ist að skapa hana og séu fyr­ir­ henni inni­stæð­ur. Ekk­ert tryggir betur stöð­ug­leika og far­sæld en slík­ ­til­finn­ing í þjóð­arsál­inni. Þar getum við gert betur og við verðum að ger­a bet­ur. Lífs­bar­áttan er enn alltof mörgum allt of erf­ið. Landið er of ríkt til­ þess að það sé líð­andi að yfir sex þús­und börn búi við skort. Megn og rétt­mæt ó­á­nægja öryrkja og eft­ir­launa­fólks með sinn skarða hlut er ör á þjóð­ar­lík­am­an­um. Mis­skipt­ing gæð­anna er of mikil og tæki­færi allra eru ekki nógu jöfn. Launa­munur kynj­anna storkar stans­laust bar­átt­unni fyrir fullu ­jafn­rétti. Lands­menn hafa áhyggjur og það með réttu af land­inu sínu og móð­ur­ ­nátt­úru. Getum við nú ekki að minnsta kosti lagt stofnun almenni­legs mið­há­lend­is­þjóð­garðs inn á sátta­reikn­ing­inn, sparða okkur þannig deilur og sofið rórri.

Loka­orð

Höf­undur bíður þess nú ­spenntur hvort þetta grein­ar­korn kalli fram við­brögð í anda stemm­ing­ar­innar sem ­ríkti árin fyrir hrun. Skyldi ein­hverjum verða það á að tala um svarta­galls­raus eða eru hér jafn­vel loft­ára­ásir á ferð gegn glæstum árangri núver­and­i ­rík­is­stjórnar að hennar eigin sögn? Verði það sem verða vill en ég hef þá alla­vega reynslu í að taka á móti slíku.

Sam­an­tekið má segja að horf­urnar eru enn um margt ágæt­ar, en feil­spor geta fljótt reynst okkur afar ­dýr­keypt. Gagn­rýn­is- og and­vara­leysi og inni­stæðu­lít­ill remb­ingur yfir eig­in á­gæti ef ekki yfir­burðum borið saman við aðrar þjóðir fór illa með okkur á sínum tíma. Látum slíkt ekki henda okkur aftur og skjótum ekki sendi­boð­ana sem vara okkur við, hvort sem þeir koma úr eigin röðum eða eru glöggt gests­auga.

Steingrímur J. Sigfússon