Græn borg – hádegisfundur VG í Reykjavík

Vinstri Græn í Reykjavík halda hádegisfund í kosningamiðstöðinni í Þingholtsstræti 27 á morgun laugardag 28. apríl. Fundurinn stendur frá 11 til 13 og súpa er í boði.

Svava S. Steinarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir frá köflum um loftgæði, hljóðvist og vatn í umsókn Reykjavíkurborgar fyrir Græn Borg Evrópu.

Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, mun fræða okkur um ýmislegt varðandi svifryk með áherslu á vegryk. Hann mun m.a. fjalla um slit á malbiki, uppþyrlun vegryks og mögulegar mótvægisaðgerðir.