Fréttir

Græn lífsgæði í grænni borg: Raunhæf og róttæk græn skref

Umræða um nátt­úru- og umhverf­is­vernd virð­ist oft á tíðum staðna við flokkun sorps. Þó flokkun sé góðra gjalda verða, þá er hún hrein­lega ekki nóg, við þurfum líka að ráð­ast að rót vand­ans, hinu kap­ít­al­íska ofneyslu­sam­fé­lagi. Hún er löngu þekkt full­yrð­ingin að ótak­mark­aður hag­vöxtur sé ómögu­legur á tak­mark­aðri jörð. Þó mætta halda að hið gagn­stæða sé und­ir­staða neyslu­hegð­unar í vest­rænum sam­fé­lög­um.

Ef Reykja­vík á að verða græn þurfum við að fara í marg­þættar og rót­tækar aðgerð­ir, bæði til þess að minnka kolefn­is­fótsporið en einnig til að draga úr sóun og tryggja að við spillum ekki umhverf­inu á annan hátt með mengun og gjör­nýt­ingu auð­linda.

Við þurfum að tryggja að öllum borg­ar­búum sé mögu­legt að taka upp vist­væna sam­göngu­máta. Gera þarf fólki kleift að lifa bíl­lausum eða bíllitlum lífstíl, m.a. með upp­bygg­ingu borg­ar­línu og með því að byggja upp hjóla­stíga, en við þurfum einnig að tryggja að þeir sem kjósa bíl­inn geti gert það á umhverf­is­vænan hátt með því að tryggja að allir borg­ar­búar hafi aðgang að raf­hleðslu, bæði í nýrri byggð og í grónum hverf­um.

Grænir val­kostir

En mik­il­væg­ast er samt að vinda ofan af einnota­hugsun og draga úr óum­hverf­is­vænni neyslu og rækta með okkur sjálfum hugs­un­ar­hátt end­ur­nýt­ingar og end­ur­vinnslu. Og hér getur borgin stutt við bakið á borg­ar­bú­um.

Við þurfum að styðja við verk­efni sem auka mögu­leika borg­ar­búa á því að til­einka sér ný neyslu­mynst­ur. Mat­jurtar­garðar Reykja­vík­ur­borgar eru gott dæmi þetta og það er Góðir Hirðirinn einnig. Borgin getur stutt við frek­ari borg­ar­land­búnað og mat­jurta­rækt, t.d. með því að nota þann mannauð sem er á umhverf­is­deild borg­ar­innar til ráð­gjaf­ar­þjón­ustu við borg­ar­búa sem vilja stunda mat­jurta­rækt í grennd­ar­görðum eða í eigin görð­um. Við þurfum að fjölga grennd­ar­görðum og jafn­vel nýta affalls­vatn frá stórum bygg­ingum í eigu borg­ar­innar til þess að hita upp gróð­ur­hús.

Fræðsla um upp­runa mat­væla og mögu­leiki á að taka þátt í henni eykur virð­ingu okkar fyrir afurðum jarð­ar­innar og kennir fólki að gera rétt­mætar kröfur um gæði þeirra, að ljóta græn­metið sem ratar ekki í búðir er nákvæm­lega jafn gott og hollt og það fal­lega.

Borgin gæti líka komið að rekstri á aðstöðu að fyr­ir­mynd Restart, þar sem sjálf­boða­liðar með þekk­ingu á raf- og raf­einda­tækjum aðstoða fólk við að gera við minni raf­tæki. Það er ótrú­legt hversu auð­velt það er að gera við marga hluti sem við ann­ars hend­um.

Græn lífs­gæði

Það virð­ist þó oft vera eins og það að leggja til nýtni legg­ist illa í fólk. Svona eins og að með því að vera nýtin þá séum við að tak­marka líf okk­ar, gera það óáhuga­vert og lit­laust. En hið gagn­stæða er satt. Með nýtni hættum að vera undir hælnum á kap­ít­al­ískri neyslu­menn­ingu sem rekur okkur til að kaupa og kaupa, neyta og neyta, sóa og sóa. Við hægjum á, finnum nautn í því að skapa sjálf, elda kart­öflur sem við settum sjálf niður og gera við hlut­ina þegar þeir bila. Við komumst aftur í snert­ingu við það hvernig hlut­irnir verða til og hvernig þeir virka.

René Bia­so­ne, sér­fræð­ingur hjá Umhverf­is­stofnun og skipar 5 sæti á fram­boðs­lista VG fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar

Gústav Adolf Berg­mann Sig­ur­björns­son, full­trúi VG í Stjórn­kerfis og lýð­ræð­is­ráði og skipar 6 sæti á fram­boðs­lista VG fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.