Happdrætti – dregið í dag

Dregið verður í kosningahappdrætti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hjá sýslumanninum í Reykjavík eftir hádegi í dag, mánudaginn 12. desember.  Vinningsnúmer verða birt á miðlum hreyfingarinnar, á heimasíðu vg.is –  nú síðdegis.  Og þeir sem eru á póstlista fá númerin líka þar.

Á annan tug vinninga var í boði að heildarverðmæti rúmlega 1.4 milljónir króna.  Dregið er úr seldum miðum.  Heppnir vinningshafar geta gefið sér tíma talsvert fram á næsta ár til að vitja vinningana, því frestur til þess er fram til 17. febrúar næstkomandi.

Upplýsingar um vinningsnúmer og vinninga má fá hjá Björgu Evu og Bjarka á skrifstofu Vinstri grænna. Í síma 552 8872.