Fréttir

Heilbrigðisstefna til framtíðar

Eitt mark­miða stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er
vinnsla heil­brigð­is­stefnu. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum segir að rík­is­stjórnin
muni full­vinna heil­brigð­is­stefnu fyrir Ísland með hlið­sjón af þörfum allra lands­manna og skil­greina betur hlut­verk ein­stakra þátta innan heil­brigð­is­þjón­ust­unnar og sam­spil þeirra. Vinna við gerð heil­brigð­is­stefn­unnar stendur yfir í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu og framundan er sam­ráðs­ferli vegna stefnu­mót­un­ar­vinn­unar þar sem full­trúar hag­hafa, almenn­ings
og fleiri aðilar verða boð­aðir til að taka þátt í þess­ari mik­il­vægu vinnu.

Við gerð stefn­unnar verður meðal ann­ars horft til stefnu­mörk­unar í heil­brigð­is­þjón­ustu hjá nágranna­löndum okk­ar, ráð­legg­inga Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unar (WHO) og skýrslum Rík­is­end­ur­skoð­unar um íslenska heil­brigð­is­kerf­ið. Lögð verður áhersla á jafnt aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, óháð efna­hag og búsetu fólks og á skyn­sam­lega nýt­ingu almanna­fjár.

Lyk­il­við­fangs­efni heil­brigð­is­stefn­unnar eru til að mynda stjórnun og sam­hæf­ing við veit­ingu heil­brigð­is­þjón­ustu, hvernig við stuðlum að því að heil­brigð­is­þjón­usta sé veitt á við­eig­andi þjón­ustu­stigi, hvernig við tryggjum að sjúk­lingar og aðstand­endur séu virkir not­endur heil­brigð­is­þjón­ustu og geti tekið ákvarð­anir um með­ferð byggða á réttum upp­ýs­ing­um, gæða­kröfur til heil­brigð­is­þjón­ustu, hvernig standa eigi að menntun heil­brigð­is­starfs­fólks og tryggja nægan mann­afla í heil­brigð­is­kerf­inu, vís­inda­starf og nýsköpun og fleira.

Breið póli­tísk sam­staða um inni­hald stefn­unnar er lyk­il­at­riði. Í stefn­unni verður þar af leið­andi

umfjöllun um skipu­lag og upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins til lengri fram­tíð­ar. Áhersla verður lögð á heil­brigð­is­kerfið og inn­viði þess, en ekki heilsu og vellíðan í víðum skiln­ingi, enda hefur lýð­heilsu­stefna nú þegar verið sam­þykkt á Alþingi.

Í næstu viku verða stofn­anir ráðu­neyt­is­ins kall­aðar til sam­vinnu um efni og áherslur nýrrar heil­brigð­is­stefnu. Drög að stefn­unni verða svo kynnt og rædd frekar á heil­brigð­is­þingi í byrjun nóv­em­ber. Í fram­haldi af þeirri vinnu verða drögin gerð aðgengi­leg til umsagnar í sam­ráðs­gátt og að lokum mótuð til­laga til þings­á­lykt­unar um heil­brigð­is­stefnu  sem áformað er að leggja fyrir Alþingi á vor­þingi.

Kallað hefur verið eftir skýrri stefnu­mótun í  heil­brigð­is­kerf­inu í all­langan tíma. Ég er stolt af því að fá tæki­færi til að hrinda vinnu við gerð heil­brigð­is­stefnu í fram­kvæmd, og er þess full­viss að gerð og sam­þykkt heil­brigð­is­stefnu mun leiða til betri heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir sam­fé­lagið allt.

Höf­undur er ráð­herra heil­brigð­is­mála.