Heimsþing kvenleiðtoga: Konur standi með konum

Kon­ur í stjórn­un­ar­stöðum verða að nýta völd sín til þess að auka tæki­færi annarra kvenna og styrkja rétt­indi þeirra. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra Íslands, lagði á þetta áherslu í opn­un­ar­ávarpi sínu á Heimsþingi kven­leiðtoga í Hörpu í morg­un.

Rúm­lega 400 kven­leiðtog­ar frá um 100 lönd­um eru sam­an komn­ir á þessu fyrsta Heimsþingi kven­leiðtoga, sem haldið er í sam­starfi Women Political Lea­ders Global For­um, rík­is­stjórn­ar Íslands, Alþing­is og fjölda ís­lenskra og alþjóðlegra sam­starfsaðila.

Í ávarpi sínu lagði Katrín sér­staka áherslu á mik­il­vægi mennt­un­ar kvenna, fjöl­skyldu­væna stefnu rík­is­stjórna, sem hún sagði hafa gert sér kleift að verða for­sæt­is­ráðherra þrátt fyr­ir að eiga þrjú börn, of­beldi gegn stelp­um og kon­um sem þyrfti að upp­ræta, frið og sjálf­bærni og mik­il­vægi kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Auk Katrín­ar ávörpuðu þau Silv­ana Koch-Mer­in, for­seti Women Political Lea­ders Global For­um, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra þing­gesti við setn­ingu.

Dag­skrá Heimsþings­ins er fjöl­breytt, en þar verða haldn­ar ræður, stutt ávörp, pall­borðs- og hring­borðsum­ræður, auk fjölda hliðarviðburða víða um Reykja­vík. Sér­stakt þema Heimsþings­ins að þessu sinni er sta­f­ræn bylt­ing sam­tím­ans og þau tæki­færi sem það gef­ur til að fjölga kon­um í leiðtoga­hlut­verk­um og tryggja jöfn tæki­færi kvenna og karla til ákv­arðana­töku.

Hægt er að fylgj­ast með Heimsþing­inu í beinni út­send­ingu á vef CBS.