Hildur Knútsdóttir ný á Alþingi

Hildi Knútsdóttir, varaþingmaður í Reykjavík og rithöfundur,  hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Kolbeins Óttarsonar Proppé, sem sækir kvennaþing SÞ í vikunni. Hildur tók sæti í umhverfis- og samgöngunefnd í nefndaviku, sem nú stendur. En þingfundur er í dag í nefndavikunni, vegna afnáms gjaldeyrishafta.

Hildur Knútsdóttir fæddist 16. júní 1984.  Hún hefur starfað sem sjálfboðaliði í Gvatemala og ferðast um Suður-Ameríku, búið í Berlín og Tavían.  Hildur lærði kínversku við Cheng Chi-háskólann í Taipei. Haustið 2010 lauk hún BA-prófi í ritlist frá Háskóla Íslands.

Hildur Knútsdóttir, er rithöfundur sem skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, kom út árið 2011 og árið eftir kom Spádómurinn. Hrollvekja og unglingasagan Vetrarfrí  kom út 2015 og Vetrarhörkur (2016). Fyrir Vetrarfrí hlaut Hildur Fjöruverðlaunin.  Og Hildur hlaut verðlaun Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Vetrarhörkur.