Hreindís Ylva í formannskjör UVG

Hrein­dís Ylva Garðars­dótt­ir Holm gefur kost á sér til embætt­is for­manns Ungra vinstri grænna á lands­fundi hreyf­ing­ar­inn­ar sem fer fram eftir rúma viku, eða 1.-2. sept­em­ber í Hafnar­f­irði.

Hrein­dís er 29 ára, alin upp í Mos­fells­bæ, var bú­sett í Bretlandi í sex ár og hef­ur síðan búið í Reykja­vík.

Hún er leik­kona að mennt og hef­ur starfað á þeim vett­vangi, sem og við kennslu barna og ung­linga í þeim grein­um. Hreindís er líka flugfreyja og hefur starfað hjá Icelanda­ir á sumr­in.

Hrein­dís Ylva hef­ur verið virk­ur fé­lagi í VG síðustu 2 ár, sit­ur í flokks­ráði og stjórn Reykja­vík­ur­fé­lags­ins. Hún skipaði fjórða sæti á lista VG fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í vor og vann á skrifstofu VG sem miðlægur kosningastjóri fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí í vor.