Hreindís Ylva nýr formaður UVG

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm var kjörin nýr formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi hreyfingarinnar sem fram fór í Hafnarfirði um helgina.

Hreindís Ylfa var kosin með öllum greiddum atkvæðum.

Hreindís er leik- og söngkona að mennt og hefur starfað við leiklist og söng auk kennslu í báðum fögum. Hún býr í Reykjavík og var í fjórða sæti á lista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hún tekur sæti í stjórn UVG í fyrsta skipti. Aðrir sem taka sæti í stjórn eru blanda nýrra og reynslumeiri stjórnarmeðlima.

Í Ungum vinstri grænum eru starfandi tvær stjórnir; framkvæmdastjórn sem sér um daglegan rekstur hreyfingarinnar og landstjórn sem er æðsta vald milli landsfunda.

Eftirfarandi aðilar taka sæti í stjórnum:

Framkvæmdastjórn:
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, formaður
Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir
Dagrún Ósk Jónsdóttir
Elva Hrönn Hjartardóttir
Ólína Lind Sigurðardóttir
Sigrún Birna Steinarsdóttir
Þórólfur Sigurðsson

Landsstjórn:
Ester Helga Harðardóttir
Eyrún Þórsdóttir
Gyða Dröfn Hjaldadóttir
Helgi Hrafn Ólafsson
Hrefna Rós Helgadóttir
Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir
Þórhildur Heimisdóttir

Fundurinn var einstaklega ánægjulegur og fróðlegur og fór vel fram. Gestir fundarins voru Þórunn Ólafsdóttir sem fjallaði um friðarmál, rasisma og um stöðu hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir sem fjallaði um kynbundið ofbeldi, gerendur og úrræði og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra sem fjallaði um stöðuna í umhverfismálum og verkefnin framundan þar.