Hugleiðing um pólitíska hagfræði

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga ­rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíðar er í merk­is­beri póli­tískrar hag­fræði þar sem auð­velt er að láta sker­ast í odda milli and­stæðra hug­mynda­fræði­kerfa, milli hægri og vinstri og kap­ít­al­isma og sós­í­al­isma, en þau hug­tök heyr­ast sjaldan á Alþingi en eru samt óskap­lega raun­veru­leg. Fjár­mála­stefnan á, skv. 6. gr. laga um opin­ber fjár­mál, að standa á grunni hug­taka eins og sjálf­bærni, var­færni, stöð­ug­leika, festu og gegn­sæi. Þetta eru ekki vís­inda­leg eða strang­fræði­leg hug­tök heldur gild­is­hlaðin eftir því hvaða póli­tísku gler­augu eru á manns nefi. Ég ætla að velta fyrir mér fjórum hug­tak­anna sem að mörgu leyti mynda lyk­il­inn að fjár­mála­stefn­unni.

Fyrst er það sjálf­bærn­i…

Sjálf­bærni í rík­is­fjár­mál­um, hvað merkir það? Ef við speglum þrjár meg­in­stoðir sjálf­bærni yfir á fjár­mála­stefn­una, eru þær ein­fald­lega með þeim hætti að:

1. Nátt­úru­auð­lindir verði nýttar þannig að þær beri nytjarn­ar.

2. Sam­fé­lög dafni og jöfn­uður auk­ist milli þjóð­fé­lags­hópa og milli sam­fé­laga utan og innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

3. Efna­hags­lífið skili góðu búi til þegn­anna almennt. Til allra íbúa, þannig að sam­fé­lagið þró­ist til almennrar vel­sæld­ar, en ekki fyrst og fremst vel­sældar sumra.

Sitt sýn­ist hverjum í þessum efnum og víst er að skil­grein­ingar á sjálf­bærni eru fleiri en ein. En ég tel þó morg­un­ljóst að íslenskt efna­hags­líf er ekki sjálf­bært. Það er gengið á margra auð­lind­ir, gríð­ar­legt vist­spor er stað­reynd, linnu­litl­ar, hraðar og miklar geng­is­breyt­ingar skekja heim­ili og minni fyr­ir­tæki, heil sam­fé­lög eru í vanda, ósjálf­bær vegna þess að sjálfs­björgin er tekin af þeim. Mis­skipt­ing auðs og eigna vex en minnkar ekki.

Ég geri alls ekki lítið úr and­spyrnu gegn þess­ari þróun og við­leitni til bóta, líka fyrir atbeina flokka sem mér hugn­ast ekki. Sam­fé­lagið er nefni­lega að vakna til vit­undar um aðra starfs­hætti og ann­ars konar hag­kerfi; hag­kerfi með önnur við­mið en stans­lausa ­leitni eftir hámarks­hagn­aði og stöð­ugum hag­vexti á grunni nýrra auð­linda en ekki end­ur­nýt­ing­ar. Lög og lands­stjórn lætur undan æ þyngri kröfum um breytta hag­stjórn og önnur við­mið, ekki bara græn við­mið heldur líka með merkjum jöfn­uð­ar. Félags­legar lausnir verða æ útbreidd­ari í hugum fólks sem selur vinnu­afl sitt sér til fram­færslu. Við viljum sam­hjálp en ekki sér­gæsku, segja menn, og horfa æ oftar til þess flokks sem setur slíkt á odd­inn, sbr. til­hneig­ingu sem sést í skoð­ana­könn­unum um aukið fylgi félags­hyggju­flokka. Minna má þá um leið á að hér á landi nást seint félags­legar lausnir í lands­málum án þess að félags­hyggju­öflin og -flokk­arnir vinni sam­an. Í raun og sann er hug­takið sjálf­bærni í rík­is­fjár­mála­stefn­unni að sjá sem inni­halds­lít­ill orða­lepp­ur, hafður með því að eng­inn vill sleppa hug­tak­inu í nútíma­stjórn­mál­um.

Svo kemur að var­færn­i…

Var­færni í þess­ari stefnu­mót­un, hvað merkir hún? Varla óheftan vöxt, varla stóru bónus­ana, varla stöðuga sam­þjöppun í helstu atvinnu­grein­um, varla nið­ur­skurð í góð­æri sem byggir aðal­lega á þotu­vexti einnar atvinnu­greinar sem er ekki rekin á sjálf­bærum nót­um? Varla snýst var­færnin um varð­stöðu um áfram­hald­andi stór­hagnað banka og stærstu útgerð­anna, sam­an­ber. HB Granda sem hefur skilað 40 millj­arða króna hagn­aði frá 2008 að telja? Og þó. Er var­færni stjórn­ar­innar ekki einmitt til þessa gerð, ef vel er að gáð? Jú, var­færnin í stefnu­skránni merkir í raun að ekki skuli afla fjár til umbóta í sam­fé­lag­inu nema þegar sjálf­virkar tekjur aukast. Var­færnin snýst ekki um hvernig megi auka við fram­lag þeirra sem eru mjög vel aflögu­færir til sam­neysl­unn­ar. Var­færni ætti að merkja, þver­öf­ugt við hægri stefn­una, að þensla í tekjum vel­haf­andi atvinnu­greina og auk­inn ójöfn­uður verði ham­inn með virkum hætti.

Komið að stöð­ug­leika…

Stöð­ug­leiki, hvar er hann í raun í stefnu stjórn­ar­inn­ar? Til dæmis sýn­ist hann merkja þá gömlu þulu sem rétt­lætir víxl­verkun launa­hækk­unar og verð­lags, sem verður að halda aftur eftir þul­unnar hljóð­an. Þá er látið líta svo út að þar fari sjálf­virkt og eðli­legt lög­mál en í raun felur þulan í sér til­raunir til að halda aftur af launa­þróun sem er flestum bæði nauð­syn­leg og hag­felld. Sam­tímis er klifað jafn­gam­alli köku­kenn­ingu sem allir þekkja. Í henni er látið líta svo út að for­ráða­menn atvinnu­veg­anna skuli rétti­lega reikna út það sem kall­ast greiðslu­geta og launa­fólki látið eftir að berj­ast um kök­una. Hún er rétt fram eftir útreikn­ing­ana. Hið rétta er jafn­gam­all sann­leik­ur, nefni­lega sá að launa­fólk verður að sækja út fyrir sneið­ina. Hagn­aður margra fyr­ir­tækja er mik­ill og eigna­myndun enn meiri. Blessuð köku­sneiðin getur orðið jafn stór og almennir launa­menn ná með sínum köku­hníf án til­lits til skömmt­unar fyrir fram. Stöð­ug­leiki rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar stjórn­ar­innar merkir í raun: Ekki skatt­leggja auð­magn, ekki skatt­leggja hæstu tekj­ur, ekki skatt­leggja miklar eign­ir. Afleið­ingin er jafn skýr: Ójöfn­uður eykst, fátækt verður æ meira áber­andi en hinir vel stæðu verða enn betur stæð­ir. Ekki er hægt að vísa til með­al­tals­aukn­ingar tekna eða kaup­máttar til að afneita slíkri sviðs­mynd. Með­al­tölin fela skörpu og dap­ur­legu drætt­ina, fela mis­rétt­ið. Stöð­ug­leik­inn ætti að merkja auk­inn jöfn­uð, hæg­ari hag­vöxt, minni sam­keppni, auk­inn sparnað með sam­neyslu og hæg­ari upp­greiðslu lána svo að fólk flest hafi það betra um allt land.

Loks er það festa…

Festa, hvað má lesa úr því hug­taki? Festu í þá veru að tryggja marg­boð­aðar úrbætur vel­ferðar og sam­gangna í land­inu? Nei. Festu þegar kemur að því að hvergi megi leita leiða til að auka við tekjur rík­is­sjóðs til sam­neysl­unn­ar, nema þegar hag­sveiflan er upp á við og tekjur aukast? Einmitt. Festu við að skera enn frekar niður ef verr árar en nú? Já, það er einmitt þess konar festu sem má lesa úr stefnuplagg­inu. Hvar er þá sveigj­an­leiki þeirra hag­sýnu í rík­is­fjár­málum þegar kemur að því að draga úr þenslu­á­hrifum sem snar­aukin lúx­usneysla og vöxtur ferða­þjón­ust­unnar knýja fram? Getum við náð 2,5% hag­vexti sem Seðla­bank­inn mælir með án þess að tempra vöxt spút­tnikk-­greina? Nei, við getum það ekki enda hvatt til frek­ari vaxtar þeirra og boð­uð skatta­lækk­un í þenslu og svoköll­uðu góð­æri. Festa  ­rík­is­stjórn­ar­innar felst greini­lega í því að hlífa hópi  fjár­magns­eig­enda með mestu tekj­urn­ar, hlífa stórnot­end­um auð­linda og til­tölu­lega litlum hópi stór­eigna­fólks við meiri fram­lögum til sam­fé­lags­ins. Í þess stað ætti að ákvarða hæfi­leg gjöld á atvinnu­vegi sem mest mega sín, á stórút­veg­inn, orku­fram­leiðslu, orku­frekan iðnað og ferða­þjón­ustu með ýmsu móti, þar með talið á ferða­menn­ina sjálfa, umfram boðuð bíla­stæða­gjöld.  Margrædd komu­gjöld koma til greina, hlut­falls­leg og hærri gistin­átta­gjöld og ýmsar breyt­ingar á öðrum gjald­stofn­um. Allt væri það aug­ljós­lega til þess fallið að bæta tekju­öflun rík­is­ins.

Ábyrg og alþýð­leg hag­stjórn

Eftir hug­leið­ingar um þessi fjögur lyk­il­hug­tök má greina and­stæð­una: Félags­legar lausnir, vinstri áhersl­ur. Með skatt­heimtu til jöfn­uðar er unnt að auka sjálf­bærni og stöð­ug­leika, kalla fram minni óánægju tug­þús­unda með kjör sín og sam­fé­lags­lega stöðu. Með festu og var­færni má stýra auð­linda­nýt­ingu betur en nú og auka á fest­una og var­færn­ina einmitt með því að finna jafn­vægi tekna og gjalda eftir að nýrra tekna hefur verið aflað með jöfn­uð­ar­sköttum. Það er ábyrg og alþýð­leg hag­stjórn. Fjár­mála­ráð veifar nokkrum rauðum flöggum í sínu áliti. Hvers virði eru þær fána­sýn­ingar rík­is­stjórn­inni? Hún tekur ekki mark á þeim. Áhættu­grein­ing fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins við skoðun fjár­laga sýnir nú þegar fram á hættu á 11 millj­arða yfir­keyrslu einmitt að hluta vegna krafna sam­fé­lags­ins gegn frjáls­hyggju­mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar sem lætur undan síga, t.d. með 1,2 millj­arða kr. við­bót til sam­göngu­á­ætl­unar sem allt í einu er ekki einu sinni pínu­lítið sið­laust, svo að vitnað sé í fleyg orð fjár­mála­ráð­herra um “næstum sið­leysi” fyrrum fjár­laga­nefnd­ar. Þarf svo ekki auknar tekjur til fleiri mála­flokka, í anda kosn­inga­stefnu flokk­anna þriggja? Jú. Hvar á að taka þær, undir lágu þaki hag­sveiflu, eða ef fjár­málin reyn­ast í járnum vegna hag­rænu kjar­anna?

Fall­in… með 4,5

Það er ekki unnt að yfir­gefa rík­is­fjár­mála­stefn­una án þess að máta hana við lofts­lags­mál­in. Hvað sagði hæstv. for­sæt­is­ráð­herra ekki um þau mál? Þau væru mik­il­væg­ustu mál sam­tím­ans, ekki satt? Það er ljóst að Ísland nær ekki mark­miðum sínum án veru­legs við­bót­ar­fjár í allar laus­legu og ósam­stæðu áætl­an­irnar sem stjórn­völd hafa búið til. Marga millj­arða mun vanta í orku­skipti og aðrar fjöl­breyttar leiðir til að minnka losun gróð­ur­húsaga­sa, um leið og bind­ing kolefn­is­gasa er aukin með ólíkum aðgerð­um. Þessar aðgerðir þola enga bið og geta ekki verið háðar upp­sveiflu í hag­kerf­inu árum sam­an. Röng stefna frjáls­hyggj­unnar í tekju­öflun rík­is­ins má ekki stýra fram­tíð kom­andi kyn­slóða. Hvað um mennta­mál­in? Þar er t.d. háskóla­náms­stig­ið  stór­lega van­fjár­magn­að? Hvað með heil­brigð­is­kerf­ið, götótt og und­ir alltof miklu álagi, sem allir segj­ast vilja efla? Hvað með fjár­hags­um­hverfi tækni­þró­unar og nýsköp­unar þar sem við erum stödd vel undir við­mið­un­ar­löndum þegar kemur að hlut­falli fjár­veit­inga af vergri lands­fram­leiðslu? Hvar er þá sjálf­bærnin og var­færn­in? Hver er fram­tíð­ar­sýnin þá önnur en að senni­lega verði aukið í fjár­veit­ingar seinna á kjör­tíma­bil­inu ef vel árar? Allt ber að sama brunni. Hvað sem ein­hverjum ljósum punktum kann að líða í stefnuplagg­inu mót­ast stefnan ekki af hags­munum fjöld­ans heldur sér­hyggju og vörn fyrir sömu veg­ferð og við höfum kynnst í ára­tugi með fáum und­an­tekn­ing­um. Hún fær ­fall­ein­kunn þegar menn horfa til baka.

Fram­sækna rík­is­fjár­mála­stefnu vantar

Mjög mörg okkar viljum miklu fram­sækn­ari rík­is­fjár­mála­stefnu, betur rök­studda og rædda fjár­mála­stefnu, fjár­mála­stefnu sem virðir vilja mjög stórs hluta þjóð­ar­inn­ar. Sá stóri hóp­ur, 90%, ræður aðeins yfir 40% eigna hér á landi á móti hinum 60% eign­anna sem 10% íbú­anna hafa í höndum sín­um. Við viljum fjár­mála­stefnu sem er mótuð að not­hæfum og sann­gjörnum aðhalds­lögum en gefur svig­rúm með vand­aðri auka­tekju­öflun til að full­nægja þörfum mik­ils meiri hluta sam­fé­lags­ins. Þörfum fólks­ins sem kallar á raun­hæft vel­ferð­ar-, mennta- og sam­göngu­kerfi, kallar á allt þetta venju­lega og nútíma­lega sem það sama fólk á skilið og þarfn­ast til að lifa eins og ríkt sam­fé­lag getur best boðið upp á. Þá verður að vera rétt­lát­lega skipt og hámarks­gróða­sókn látin víkja fyrir … hverju? Ég ætla að láta les­anda eftir að botna grein­ina.