Húsfyllir á ráðherrafundi – Skagafjörður í dag

Um sjötíu manns, þar á meðal sveitarstjórnarfólk af Snæfellsnesi og víðar úr NV-kjördæmi sóttu opinn fund ráðherra og þingmanna VG í Stykkishólmi í gærkvöld. Rætt var um heilbrigðis- og umhverfismál og stöðuna í stjórnmálum undir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mikil áhersla var að jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem unnið er að í heilbrigðisráðuneytinu. Þá kom fram sterk áhersla á Snæfellsþjóðgarð og ósk um að hann verði efldur og stutt við hann fjárhagslega til jafns við aðra þjóðgarða.

Þing kjördæmisráðs NV var haldið á undan ráðherrafundinum, ársreikningar samþykktir og stjórn endurkjörin með styrkingu.

Fundaherferð ráðherra og þingmanna VG í kjördæmaviku heldur áfram í dag og verður farið um Skagafjörð í dag og opinn fundur haldinn á Kaffi Krók klukkan átta í kvöld.

Öll velkomin.