Í hverju fólst ráðgjöf Illuga?

Á dögunum var Illugi Gunnarsson á ferð í Kína ásamt fulltrúum fyrirtækisins Orka Energy en svo vill til að hann var einmitt á launum við ráðgjöf hjá því fyrirtæki meðan hann var utan þings á síðasta kjörtímabili. Fyrirtækið vinnur að orkutengdum verkefnum í Asíu og átti fund með ráðherranum meðan á dvöl hans í Kína stóð. Ráðherrann þarf nú að svara því í hverju ráðgjöf hans fólst við fyrirtækið. Hvaða ráð seldi hann Orku Energy? Hvað kostuðu þau ráð og hefur fyrirtækið farið að þeim? Voru þau ráð til umræðu á fundinum með ráðherranum/ráðgjafanum á fundinum í Kína? Hver átti frumkvæði að því að Orka Energy kæmi með í ferðina? Þessum spurningum þarf að svara. Illugi Gunnarsson er í vinnu hjá almenningi sem á rétt á svörum án undanbragða.