,

Ingibjörg tekur sæti á Alþingi

Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, sem tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Steingríms J. Sigfússonar, flutti jómfrúarræðu sína undir störfum þingsins í dag.

„Leiðin að jafnrétti kynjanna hlýtur að liggja í gegnum menntun og fræðslu. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist er enn töluvert í land. Það sjáum við á launamun kynjanna, kynjaskekkju, t.d. í ríkisstjórninni, í Hæstarétti og í stjórnum fyrirtækja og svo mætti lengi telja. Ef við ætlum að ná fram raunverulegu jafnrétti í þessu samfélagi ættum við að vera með markvissa jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum og ekki síst í framhaldsskólum.“

Jafnframt skoraði Ingibjörg á menntamálaráðherra að gera kynjafræði að skyldufagi á öllum brautum framhaldsskólanna.

#þIngibjörg