Internet og krókaveiðar?

Nútíminn setur svip á málefni sem við nefnum oftast byggðastefnu. Það merkir að sjálfssögð gæði eins og lífleg menningarstarfsemi, notaleg veitingahús, örugg raforka og háhraðatenging inn í netheima vega þungt. Þegar eldri íbúar taka ákvörðun um að bregða búi eða dvelja áfram í heimabyggð, og ungt fólk einsetur sér að lifa og starfa í heimabyggð, koma þessi atriði og fleiri til álita. En ekki bara ný gildi. Þau mannréttindi að fá að nýta eina gjöfulustu náttúruauðlind okkar og geta stundað aldagamla hefð, þéttofna inn í mannlíf og menningu, vegur líka þungt. Já, auðvitað á ég við fiskveiðar á nærsvæði byggða. Öflugt bæjarlíf í tugum sjávarbyggða er háð á líflegri útgerð smærri skipa og báta með sem umhverfisvænstu sniði, svo sem krókaveiðum og lágmarkseyðslu eldsneytis, rétt eins og starfsemi stærri útgerða í helstu fiskveiðibæjum landsins hefur staðið undir styrku mannlífi þar í bland við smáútgerð.

Héraðsbundnar fiskveiðar

Nýjar tilraunir með rafknúin smáskip og báta á Húsavík gætu opnað nýjar aðferðir við að minnka losun frá hluta flotans.

Með kvótasetningu og annarri fiskveiðistjórnun var ekki sá tilgangur æðstur að loka margan sjómanninn og útgerðarmanninn frá auðlindinni; kverka smáútgerð og trillusjómennsku. En það gæti þó hafa legið við með þróun veiða og veiðiréttinda eins og hún var lengst af, allt þar til á allra síðustu árum. Sem betur fer eru teikn á lofti um að snúa megi þróuninni við og líta á héraðsbundnar fiskveiðar og -vinnslu sem eina leið af mörgum leiðum til að halda uppi sjálfbærri byggð í landinu, efla fjölmenningu, halda uppi góðu atvinnustigi, framleiða dýrmæta vöru og auka á þá gleði sem fylgir góðum náttúrunytjum með dreifðum afrakstri.

Ari Trausti Guðmundsson skipar 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi