Jólablað VG Suður komið í dreifingu

 

Jólablað Vinstri grænna í Suðurkjördæmi er komið í dreifingu.  Margvíslegan fróðleik og skemmtun er að finna í blaðinu sem sent verður út um allt kjördæmið. Nýr þingmaður Suðurkjördæmis Ari Trausti Guðmundsson, á tvær greinar í blaðinu,  „Afrek til fjalla“ og „Raunsæi eða neikvæðni.“

Dagný Alda Steinsdóttir fjallar um úrelta atvinnuuppbyggingu. Heiða fjalldalabóndinn er á sínum stað. Og Þorvaldur Árnason, formaður VG í Vogum, rekur fimmtán ára sögu  Vinstri grænna á Suðurnesjum.

Fyrir áhugasama úr öðrum kjördæmum er hægt að nálgast eintak af jólablaði VG-suður á skrifstofu flokksins á Hallveigarstöðum eða með því að hafa samband við Almar Sigurðsson, eða Þorvald Árnason.  Á myndinni er Þorvaldur með blaðið og það er líka hægt að nálgast á pdf formi hér.

jolalblad-vg-2