Jólagleði EVG í kvöld – Katrín segir frá degi í forsætisráðuneyti

Í kvöld 12.12 er halda Eldri Vinstri græn jólagleði og síðasta reglulega fund sinn fyrir jólafrí.  Hér er minnt á fundinn og að allir eru velkomnir, ekkert aldurstakmark hvorki upp hámarks né lágmarksaldur. Og ekki er spurt um flokkskírteini, heldur eruð þið einfaldlega öll velkomin.

Og tilkynning EVG er hér:

Jólin nálgast og gefa birtu í skammdeginu og birtu má líka fá í sálina með góðri samveru og  fræðslu um forvitnilega hluti að fornu og nýju.

Það gerum  við miðvikudaginn 12. des. kl. 20  í Stangarhyl 4, Reykjavík.  Þar mun forsætisráðherrann okkar  fara stuttlega yfir stöðuna og er af mörgu að taka. Síðan ætlar Bjarki Sveinbjörnsson sem hefur skoðað sögu Elsu Sigfúss segja frá lífi hennar og söngferli en Elsa  var dáð söngkona og túlkun hennar á ýmsum lögum, íslenskum og erlendum ævinlega fagnað.  Svo eru það Íslendingar sem ferðast víða og er Perú forvitnilegt land sem Sigurbjörg Þorsteinsdóttir heimsótti í apríl og mun birta okkur í máli og myndum. Við bjóðum Kolbein Óttarsson Proppé þingmann velkominn til söngs með okkur og allir eiga að taka undir.

 

  1. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra –  dagur í stjórnarráðinu

 

  1. Lad tonerne fortælle – Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðimaður segir frá söngferli og lífi Elsu Sigfúss

 

  1. Á slóðum inkanna í Perú – Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ónæmisfræðingur segir frá
  2. Og söngur eins og ævinlega – Reynir Jónasson og Björgvin Gíslason leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna