Katrín í kosningakaffi

Kosningaskrifstofur Vinstri grænna verða opnar víðsvegar um landið á kjördag og má lesa um opnunartíma þeirra og skipulag í annarri frétt hér á síðunni.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG verður gestur í kosningakaffi framboða á höfuðborgarsvæðinu  á morgun og verður hún í Reykjavík klukkan 13.00 – 14.00. Hún heimsækir Mosfellsbæ upp úr klukkan 14.00. Hafnarfjörð klukkan 15.00 og Kópavog klukkan 16.00.

Svo minnum við á kosningavökuna á Hótel Borg um kvöldið. Vakan hefst  klukkan 21.30