Katrín og Lilja Rafney á Ísafirði í kvöld

Katrín Jakobsdóttir, mætir á opinn félagsfund Vinstri Grænna í Edinborg Bistró á Ísafirði í kvöld, ásamt Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmanni Norðvesturkjördæmis. Á fundinum verður rætt um stöðu Vestfjarða í atvinnumálum og samfélaginu, um kosningabaráttuna framundan og um framtíðina á Vestfjörðum á umbrotatímum.  Fundurinn hefst klukkan 20.30. Missið ekki af mikilvægum fundi með formanni og þingmönnum Vinstri grænna.