Kerfisbreytingar eiga að snúast um loftslagsbreytingar

Eitt af vin­sæl­ustu orð­unum fyrir þessar kosn­ingar er orðið kerf­is­breyt­ing­ar. For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur lýst því yfir að undir hans stjórn verði ekki ráð­ist í neinar kerf­is­breyt­ingar og vilji þar með við­halda núver­andi ástandi að öllu leyti. Við hin í stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum höfum mörg hver talað um að ráð­ast í nauð­syn­legar kerf­is­breyt­ing­ar. Það er mis­mikið eftir stjórn­mála­flokkum hvaða breyt­ingum við­kom­andi flokkur vill beita sér fyrir og hversu rót­tækar þær kerf­is­breyt­ingar eiga að vera.
Við í Vinstri grænum höfum til að mynda talað um kerf­is­breyt­ingar þegar kemur end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins og vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Það er líka bráð­nauð­syn­legt að breyta þeim grunn­kerfum til að við höfum öll jafnan rétt að góðri heil­brigð­is­þjón­ustu og til að draga úr stig­vax­andi ójöfn­uð­i.

Hverjar eru kerf­is­breyt­ingar fram­tíð­ar­innar ?

En ein stærsta kerf­is­breyt­ing nútím­ans og til fram­tíðar eru án efa loft­lags­mál­in. Og ekki að ástæðu­lausu; lofts­lags­breyt­ing­arnar ógna ekki ein­göngu hags­munum umheims­ins alls, heldur er hags­munum Íslands og ekki síst fram­tíð­ar­kyn­slóðum ógnað vegna þeirra.

Vegna hlýn­unar lofts­lags er mikil hætta á að jökl­arnir hverfi innan 150-200 ára, sem hefur gríð­ar­leg áhrif á raf­orku­fram­leiðslu hér og við þurfum því að end­ur­hugsa orku­kerfið hér ef fram heldur sem horf­ir. Bráðnun jökla hefur líka í för með sér land­ris sem getur valdið tíð­ari eldsum­brot­u­m. Úrkomu­mynstur á land­inu mun breyt­ast tölu­vert, sem getur haft áhrif á land­búnað og flóða­hættu. Áhrif hækk­andi sjáv­ar­borðs á heims­vísu gætu orðið þónokkur hér. Alvar­leg­ustu áhrifin yrðu þó vegna súrn­unar sjáv­ar, sem er áhrif af losun koltví­sýr­ings. Hafið tekur upp um 1/3 af los­un­inni sem veldur því að það súrn­ar. Súrt haf leysir upp skel kalk­mynd­andi líf­vera sem eru und­ir­stöður mjög stórra vist­kerfa í hafi. Hrynji þær teg­undir eru allri keðj­unni ógn­að, þar á meðal teg­unda sem Ísland byggir sjáv­ar­út­veg­inn á.

Gott og vel. Er þá ekki bara nóg að við ein­stak­ling­arnir hlýðum ákall­inu og drögum úr meng­andi lífs­háttum okkar ? Flokkum ruslið betur og vöndum okkur enn meir við inn­kaupin ? Veljum meira líf­rænt, tökum strætó oft­ar, pössum upp á að eyða minna raf­magni, sleppum plast­pok­un­um, hendum ekki afgöngum og veljum líf­rænt vott­aðar snyrti­vörur ?

Þetta er allt gott og bless­að, en við þurfum miklu rót­tæk­ari og víð­tæk­ari aðgerðir til að sporna við ­lofts­lags­breyt­ing­un­um.

Ein­stak­lingar geta ekki einir snúið við loft­lags­breyt­ingum

Við höfum engan tíma til að bíða eftir því að ein­stak­lingar eða mark­að­ur­inn taki við sér og leysi lofts­lags­vand­ann af sjálfs­dáð­um. Hið opin­bera þarf og verður að taka af skar­ið. En hvernig ? Það er okkar skoðun í Vinstri grænum að Ísland á að verða kolefn­is­hlut­laust árið 2050 og helst mun fyrr en það. Það þarf að hverfa frá áformum um olíu­vinnslu, skipta jarð­efna­elds­neyti út fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og strika út af borð­inu frek­ari áform um meng­andi stór­iðju. Efla þarf rann­sóknir á áhrifum hlýn­unar á vist­kerfi lands og sjávar með sér­stakri áherslu á súrnun sjávar og huga að við­brögðum vegna hækk­unar sjáv­ar­borðs um allt land. Tryggja þarf að gengið verði um nátt­úru­auð­lindir Íslands af ábyrgum hætt­i.

Það er líka hlut­verk rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga að skapa umhverfi sem beinir neyslu fólks að lofts­lagsvænum vör­um. Skattaí­viln­anir fyrir grænar lausnir og græn inn­kaup og grænir skattar á meng­andi starf­semi eru nauð­syn­leg­ir. Hvat­inn fyrir grunnatvinnu­vegi lands­ins til að vera minna meng­andi og sem græn­astir verður að vera raun­veru­legur og þar með koma frá hinu opin­bera, ekki bara frá mark­aðn­um. Og í opin­berri atvinnu­stefnu verðum við að leggja áherslu á fjöl­breytt atvinnu­líf með minni og með­al­stór fyr­ir­tæki sem hafa grænar áherslur í hví­vetna.

Ríki og sveit­ar­fé­lög verða líka að vera með „grænu gler­aug­un“ á nef­inu við all­ar á­kvarð­ana­töku. Allar áætl­anir rík­is­ins, rekstur rík­is­stofn­ana og frum­vörp þarf ávallt að skoða og meta út frá lofts­lags­á­hrifum og með til­liti til umhverf­is­sjón­ar­miða. Efla þarf almenn­ings­sam­göngur enn frekar og byggja upp af krafti inn­viði sam­göngu­kerf­is­ins í þágu umhverf­is­ins. Kannski væri ráð að stofna ráðu­neyti lofts­lags­mála, eins og í mörgum löndum í kringum okk­ur. Svo þarf auð­vitað að tryggja að stjórn­ar­skráin hafi alvöru umhverf­is­á­kvæði og að nátt­úru­auð­lindir séu í þjóð­ar­eign. Þetta og meira þarf að tryggja til árangur til að draga úr lofts­lags­breyt­ingum og við þurfum að byrja opin­berar aðgerðir strax. Fögur orð duga ekki því við megum engan tíma missa. Ráðumst í alvöru kerf­is­breyt­ingar í lofts­lags­mál­unum og for­gangs­röðum fyrir fram­tíð­ina.

 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi