Kosningahappdrætti VG – óviðjafnanlegir vinningar

Kosningahappdrætti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fór af stað 12. október og lýkur 12. desember þegar dregið verður.  Margir verðmætir vinningar eru í boði, en fjöldi miða er takmarkaður.  Svo hér gildir orðtakið, fyrstir koma fyrstir fá.  Hinir heppnu, geta átt von á að eignast listaverk á heimsmælikvarða,  ferðast um Ísland og gista á lúxushótelum eða í sumarbústöðum, skoða staði sem fáum bjóðast, snæða dýrindis kvöldverð, komast í bátsferð í Vestmannaeyjum. Chilla í heimaprjónaðri lopapeysu, njóta tónlistar, eða skoða hella og læra taekwondo. … Og þetta eru bara sýnishorn af öllum þeim góðu vinningum sem hér eru í boði. Miðaverð er 1500 krónur.  Dregið verður 12. desember. Og að sjálfsögðu birtast vinningsnúmerin á hér á heimasíðunni.  www.vg.is.

Miða má nálgast hjá Bergþóru á kosningaskrifstofunni á Laugavegi 170 og hjá Birnu, Bjarka eða Björgu Evu á aðalskrifstofunni á Hallveigarstöðum.  Hægt verður að kaupa miða á öllum helstu viðburðum VG fram að kosningum og hjá kosningastjórunum, Hrafnkeli í NA, Sigríði Gísladóttur og Þóru Geirlaugu í NV, Ragnheiði í SV og Daníel í S.

 

Allir vinningar tímasettir og útfærðir í samráði við vinningsgjafa

1. Þá var önnur öldin er Gaukur bjó … Helgardvöl að Hamarsheiði 1, Skeiða- og Gnjúpverjahreppi í boði Bjargar Evu Erlendsdóttur sem jafnframt býður leiðsögn um Þjórsársvæðið – vonandi óvirkjað! Heitur pottur á staðnum. Fyrir allt að 7. Verðmæti: 60.000 kr.
2. Kata rokkar og rokkar og rólar … Stanslaust stuð í boði Andreu Jóns rokkdrottningar – pússið tjúttskóna – fyrir partýið, geimið og gleðina. Verðmæti: 80.000 kr.
3. Ljúfmeti úr lambhögum … Steingrímur J. Sigfússon býður forréttakörfu, fyllta norðurþingeyskum sauðfjárafurðum frá Fjallalambi. Verðmæti: 10.000 kr.
4. Fiskurinn hefur fögur hljóð – en bæta má ef duga skal … Daníel E. Arnarsson býður tveggja klukkutíma söngnámskeið. Kverkar kældar í lokin. Fyrir allt að 5. Verðmæti: 35.000 kr.
5. Í upphafi var borðið – við bættust munnþurrkur og magans lystisemdir … Ingi Rafn Hauksson veitingastjóri greinir frá galdri góðrar veislu. Fyrir allt að 6. Verðmæti: 45.000 kr.
6. Garnir raktar – um allt nema eigið ágæti … Í tilefni af 50 ára skáldaafmæli á árinu býður Úlfar Þormóðsson til samræðna um allt milli himins og jarðar – að undanskildum eigin verkum. Einörð svör á boðstólum sem og eðalkaffi. Fyrir allt að 6. Verðmæti: 60.000 kr.
7. „Ástarljóð til þorsksins” söng Stella Hauks – og þorskurinn syndir og syndir þrátt fyrir kvótakónga … Inga Eiríksdóttir býður 9 kílóa öskju af sjófrystum þorski. Vatnið kemur strax í munninn. Verðmæti: 10.000 kr.
8. Lopinn teygður og teygður … Krissa Ben prjónlesari töfrar fram lopapeysu að ósk. Verðmæti: 35.000 kr.
9. Njótum náttúrunnar ….. og afurðanna … Jóhannes Sigfússon býður vikudvöl í sumarhúsi á Gunnarsstöðum. Jafnhliða býður Kristín Sigfúsdóttir til málsverðar í Gamla bænum og leiðsögn um Þistilfjörð og Langanes. Fyrir 4. Verðmæti: 56.000 kr.
10. Hús andanna … Birna Þórðardóttir býður í skoðunarferð um hús sitt. Portkonupasta og vín hússins. Fyrir allt að 6. Verðmæti: 80.000 kr.
11. … margur varð af hernum api … Frá Forlaginu kemur bók Páls Baldvins Baldvinssonar, Stríðsárin 1938-1945. Verðmæti: 16.990 kr.
12. „ ….. kennd er við Hálfdan hurðin rauð, / hér mundi gengt í fjöllin;” …: Með snjótroðara flytur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gesti upp á Múlakollu í Ólafsfirði. Upphiminslegt útsýni. Tapas og guðaveigar þegar niður er komið. Fyrir 2. Verðmæti: 63.000 kr.
13. Fjósalykt í fangið …: Hjónin á Erpsstöðum í Dölum, Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson, stunda dásemdar rjómabúskap. Skoðunarferð um búið og smökkun á hnossgæti – svo sem Kjaftæðisís og skyrkonfekti. Fyrir allt að 6 fullorðin, börn velkomin. Verðmæti: 35.000 kr.
14. Lystaukandi listmunir fyrir matarboðið … Borðdúkur, glasamottur og servíettur frá Berg, íslenskri hönnun frá Langanesi. Í boði Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur. Verðmæti: 10.000 kr.
15. Nonni og Manni löngu horfnir – en Pollurinn, Brekkan, Gilið og Eyrin á sínum stað – að ógleymdum kirkjutröppunum … Sóley Björk Stefánsdóttir leiðir gesti um gósenlendur Akureyrar. Gönguferð lýkur með grilli og tilbehör í Kjarnaskógi. Fyrir allt að 6. Verðmæti: 80.000 kr.
16. Margt býr í moldinni eða Á leiðinni milli leiða … Heimir Janusarson fetar óræðar slóðir Gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu. Skáldamjöður hvar við á. Fyrir allt að 10. Verðmæti: 60.000 kr.
17. „Það er til einn tónn, …….. En sá sem hefur heyrt hann sýngur ekki – framar.” Frá Forlaginu kemur bók Árna Heimis Ingólfssonar, Saga tónlistarinnar. Verðmæti: 11.990 kr.
18. Könguló, könguló – vísaðu mér … Sif Jóhannesdóttir býður til tveggja daga berjaferðar að Ærlæk, í Öxarfirði. Innifalin gisting og kvöldverður, ásamt leiðsögn í berjamóinn. Fyrir 4. Verðmæti: 60.000 kr.
19. Um eyjar og sund má finna „ránardætur og himinský” … Ragnar Óskarsson ýtir úr vör í Vestmannaeyjum. Léttar veitingar á leiðinni. Mælt með vor- eða sumarferð. Fyrir 2. Verðmæti: 45.000 kr.
20. Kampavínskommúnisti Teikning eftir Ragnar Kjartansson frá árinu 2010. Verðmæti: 420.000 kr.
21. Æfingin skapar meistarann … Meisam Rafiei taekwondoþjálfari kennir grunntaktana í taekwondo. Fyrir sex. Verðmæti: 60.000 kr.
22. Hjartað býr enn í helli sínum … Kristín Benediktsdóttir og Unnur Jónsdóttir bjóða til hellisferðar nálægt Kaldárseli. Gengið verður inn í hellinn – og aftur út – sem er til bóta! Gestir upplýstir með höfuðljósum. Hlýleg hressing við ferðalok. Fyrir 3. Verðmæti: 30.000 kr.
23. Bíum, bíum bambaló … Gisting með morgunverði á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn. Fyrir 2. Verðmæti: 26.000 kr.
24. … og svo er vaknað af værum blundi …: Gisting með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði á Hótel Rangá. Fyrir 2. Verðmæti: 49.900 kr.