Kosningamiðstöð í Reykjanesbæ

  • Kosningamiðstöð Vinstrigrænna á Suðurnesjum, Hafnargötu 31, Keflavík
  • Opið virka daga kl. 17-19.
  • Samræðufundir við kaffiborð:

Föstudag 21. okt. kl. 18 – 19  Ísland fyrir alla! Jöfnuður – gegn fátækt og neyð.

Umræðustjóri:Daníel Haukur Arason, háskólanemi og frambóðandi í 3. sæti.

Frummælendur auk hans Drífa Snædal frá ASÍ; Ketill Jósefsson frá Vinnumálastofnun og fleiri.

Sunnud 23. okt. kl. 15:  Málefni flóttamanna, hælisleitenda og innflytjenda

  • Hvað er málið? – Hvað gerum við nú?
  • Hvers er að vænta í framtíðinni? Loftslagsbreytingar, stríð, friðsamleg sambúð …
  • Hvað er hægt að gera til að hindra að fólk þurfi að leggja á flótta?

Umræðustjóri: Ari Trausti Guðmundsson, frambjóðandi í 1. sæti.

Frummælandi auk hans: Sveinn Kristinsson, formaður Rauðakross Íslands.

Tónlistaratriði, kaffi og bakkelsi.

Þriðjudag 25. okt. kl. 18. Heilbrigðismál

  • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – hvernig eflum við hana?
  • Bið eftir viðtölum við lækna og eftir aðgerðum – hvernig breytum við því?
  • Skurðstofa, fæðingadeild, heimahjúkrun, öldrunarþjónusta ….
  • Sjúkrahús og fæðingardeild -hvað gerum við?

Umræðustjóri: Þorvaldur Örn Árnason, frambjóðandi í 6. sæti.

Frummælandi: Elín Jakobsdóttir hjúkrunarfr. ásamt fleirum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

 

Fim. 27. okt. kl. 18. Ferðaþjónusta, nýsköpun, náttúruvernd  – atvinna á Suðurnesjum

Umræðustjóri: Dagný Alda Steinsdóttir, frambjóðandi í 4. sæti.

Frummælandi: Ari Trausti Guðmundsson, frambjóðandi í 1. sæti,

og ……

Föstudag 28. okt. kl. 18. Menning – í ýmsum myndum

Gunnhildur Þórðardóttir stýrir umræðu um sjónlstir. Gunnhildur er myndlistarmaður og listfræðingur og skipar 10. sæti framboðslista Vinstri grænna í kjördæminu.

Síðan verður söngdagskrá fram á kvöldið í umsjón Þorvaldar Arnar Árnasonar, sem skipar 6. sæti framboðslistans. Allir geta tekið þátt.

 

Um stefnu Vinstri grænna í ólíkum málaflokkum má lesa hér:  http://vg.is/stefnan/

Á öllum samræðufundunum mun stefna Vinstri grænna í viðkomandi málaflokkum liggja frammi og hægt að taka mið af henni og líka gagnrýna hana og gera tillögur að endurbótum.