Kosningamiðstöð opnar – Reykjavík í dag 26. apríl

Kosningamiðstöð Vinstri Grænna í Reykjavík verður opnuð í kvöld kl 19.30. í Þingholtstræti 27

Oddviti okkar Líf Magneudóttir mun gefa gestum kosningamiðstöðvar smjörþefinn af stefnumálum Vinstri Grænna í Reykjavík á komandi kjörtímabili en boðað verður til formlegs blaðamannafundar eftir helgi og farið ítarlega yfir helstu kosningaáherslur. Stefán Pálsson sem skipar baráttusæti framboðsins ætlar síðan af sinni alþekktu snilld að halda utan um svínslega erfitt en mjög skemmtilegt BarSvar eða pöbbkviss.

Boðið verður uppá vegan súpu og súrdeigsbrauð, því sumstaðar getur kvöldverðurinn verið ókeypis. Húsið stendur öllum opið og við tökum vel á móti öllum.