Kosningamiðstöðvar opna 1. maí

VG-framboð víða um land opna kosningamiðstöðvar sínar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Miðstöðvar verða opnaðar á Selfossi, Húsavík, Akureyri, í Kópavogi og Reykjanesbæ þennan dag og eru allir VG félagar hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Oddvitar framboða verða á staðnum.

Í Reykjavík var kosningamiðstöð opnuð í Þingholtsstræti 27 í gærkvöld að viðstöddu fjölmenni. Líf Magneudóttir, oddviti í Reykjavík fór yfir málin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók þátt. Reykjavíkurfélagið heldur hádegisfund í nýopnaðri kosningamiðstöð á morgun laugardag.