Kosningar augljósasti kosturinn

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að kosningar séu augljósasti kosturinn í stöðunni eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í gærkvöldi. Þetta er þriðja ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild undanfarinn áratug en þær hafa allar sprungið áður en kjörtímabilið er úti.

„Það sem ég held að sé mikilvægast að gerist núna er að fólk andi í kviðinn yfir stöðunni. Augljósi kosturinn er að það verði boðað til kosninga því að það er engin augljós ríkisstjórn í kortunum,“ sagði Katrín í samtali við Morgunútvarp Rásar 2.

Þingflokkur VG kemur saman núna til að ræða stöðu mála.

Smelltu hér fyrir frétt Ríkisútvarpsins.