Tekjuskiptingin

Endurskoða þarf tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga með það að markmiði að tryggja sveitarfélögunum öruggan tekjugrunn til að sinna nauðsynlegri nærþjónustu.

Tekjur af ferðaþjónustu

Sveitarfélögunum verði tryggt eðlilegt hlutfall af tekjum af ferðaþjónustu.

Loftslagsmál

Efnt verði til samráðs við sveitarfélögin um metnaðarfull markmið í loftslagsmálum.