Kosningaskrifstofur um allt land

Mikill fjöldi kosningaskrifstofa VG er opinn víða um land, þessa síðustu daga fyrir kosningar.  Opnunartími þeirra og viðburðir á vegum þeirra eru auglýstir hér á síðunni og á samfélagsmiðlum. Nánari upplýsingar er að finna bæði í viðburðadagatalinu neðst á þessar síðunni og á Kosningasíðu VG, sem opnuð var í síðustu viku, með sömu mynd og fylgir fréttinni.

Hér eru viðburðir í Suðvesturkjördæmi, fram að kosningum:

Kosningamiðstöðvar okkar að Strandgötu 11 og Auðbrekku 16 verða opnar frá 16 – 21 virka daga og 14-17 á kjördag.

Á morgun, fimmtudag verða efstu frambjóðendur á Strandgötu 11 frá 17-19 og gefst kostur á því að spyrja þau spjörunum úr.

Viðburðurinn er hér:

https://www.facebook.com/events/527270114292693

Á föstudag verður pöbbagisk á Strandgötunni klukkan 20. 

Björn Teitsson, spurningahöfundur Gettu betur stýrir og verður formið með hefðbundnu Drekktu betur sniði að hans sögn. 

Viðburður hér:

https://www.facebook.com/events/218008132070304

Á laugardag kemur Katrín Jakobsdóttir í heimsókn til okkar í Auðbrekku og Strandgötu milli 15 og 16.

 Við vonumst til að sjá sem flesta félaga á þessum viðburðum.