Kveðja á landsfund frá Birni Val Gíslasyni

Björn Valur Gíslason

Kveðja frá Birni Val Gíslasyni.

Ágætu landsfundargestir.

Ég þakka formanni og fráfarandi stjórn samstarfið á liðnum árum og óska jafnframt nýrri stjórn og framvarðasveit Vinstri grænna alls hins besta í sínum störfum.

Ég vænti þess að Vinstri græn fái góða kosningu síðar í mánuðinum. Það mun hinsvegar ekki gerast af sjálfu sér. Stjórnmál mega aldrei verða að notalegu hjali milli pólitískra andstæðinga, heldur verða alltaf að eiga sér stað átök um stefnur og pólitískar áherslur. Því hvet ég ykkur öll, sem og félaga okkar um land allt til að vera föst fyrir og órög að efna til pólitískra átaka um stefnumál Vinstri grænna á þeim fáu dögum sem eftir eru til kosninga og skerpa þannig á valkostunum sem kjósendur standa frammi fyrir.

Þjóðin á það skilið að Vinstrihreyfingin – grænt framboð verði í forsæti nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosningum.

Ég bið ekki um meira – í bili.

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Niður með íhaldið.

Björn Valur Gíslason