Kynbundinn launamun ekki leiðréttur með lögum á hjúkrunarfræðinga

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakti átti orðastað við forsætisráðherra á Alþingi í dag vegna yfirlýsinga hans um að útrýma kynbundinn launamun á Íslandi árið 2020 í tengslum við átakið HeForShe á vegum Sameinuðu þjóðanna.

„Hvernig sér hæstvirtur forsætisráðherra það fyrir sér að ná þessu markmiði þegar kemur að stórum kvennastéttum?“ sagði Katrín og bætti við: „Ég nefni þetta auðvitað af því að hér hafa nýlega verið sett lög á eina slíka kvennastétta, sem eru hjúkrunarfræðingar.“ Katrín spurði að lokum hvort forsætisráðherra muni „beita sér fyrir því að fara í sértækar aðgerðir til að hækka laun kvennastétta til þess að afmá megi kynbundinn launamun?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virtist ekki taka undir mikilvægi slíkra aðgerða. Í máli hans kom þó fram að margar stéttir þar sem konur eru í meirihluta séu með „tiltölulega og oft mjög lág laun“. Hann virtist þó ekki taka undir þörfina á sértækum aðgerðum og sagðist þess í stað vilja „bæta kjör allra hópa í samfélaginu“.

Katrín benti hins vegar á að slíkar aðgerðir muni ekki útrýma kynbundinn launamun. „Því fyrr sem við viðurkennum vandann því auðveldara er að takast á við hann“, sagði Katrín og ítrekaði spurningu sína um hvernig forsætisráðherra hyggist ná markmiðinu um að útrýma kynbundinn launamun fyrir 2020. Svör forsætisráðherra voru að „laun þeirra sem háttvirtur þingmaður kallar kvennastéttir hafa hækkað verulega á síðustu misserum“ og sagði að með þeim hækkunum á kjörum hjúkrunarfræðinga sem nú er verið að bjóða sé „stigið risastórt skref“ til þess að bæta kjör kvennastétta.