Fréttir

Kynjavakt á Alþingi

Nokkrir þingmenn VG vilja koma á kynjavakt sem geri úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á ákvarðanir inni á Alþingi og hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt.

Til­laga til þings­á­lykt­unar um kynja­vakt Alþingis var rædd í dag. Einnig á að kanna  næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynj­anna sam­kvæmt kyn­næmum vísum Alþjóða­þing­manna­sam­bands­ins.

Fyrsti flutn­ings­maður er Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, og meðflutningsmenn eru allir þingmenn VG, utan ráðherra og forseta Alþingis.  Með á tillögunni eru Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

Í til­lög­unni kemur fram að til að tryggja fjöl­breytt sjón­ar­mið skuli þátt­tak­endur í kynja­vakt Alþingis koma úr ólíkum átt­um. „Að vinn­unni komi bæði full­trúar stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu, karlar og kon­ur. Full­trúi skrif­stofu Alþingis sitji í hópn­um, sem og full­trúi starfs­manna Alþing­is. Haft verði sam­ráð við jafn­réttis­nefnd skrif­stofu Alþing­is.“