Landsbankinn verði samfélagsbanki

Þessari ályktun var vísað til stjórnar Vinstri grænna eftir málsmeðferðartillögu landsfundar. Stjórn VG hefur nú samþykkt hana með örlitlum breytingum.

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn á Selfossi 23. – 25. október 2015, leggst eindregið gegn því að selja hluta ríkisins í Landsbankanum og lýsir sig andvígan frekari einkavæðingu á bankanum. Fundurinn telur mikilvægt að á Íslandi verði banki í almannaeigu sem gæti almannahagsmuna. Hreyfingin tekur undir hugmyndir um að breyta Landsbanka Íslands í samfélagsbanka sem hefur þjónustu við almenning að leiðarljósi umfram kröfur um arðsemi. Þá er mikilvægt að fært verði í lög að aðskilja starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingabanka. Að lokum krefst fundurinn þess að rannsókn fari fram á einkavæðingu fyrri ríkisstjórna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á ríkisbönkunum, líkt og Alþingi samþykkti að gera fyrir þremur árum.