Landsfundur Ungra vinstri grænna 2016

Landsfundur Ungra vinstri grænna verður haldinn helgina 2.-4. september í húsnæði Lionsklúbbsins Hængs á Akureyri. Allir félagar UVG hafa atkvæðisrétt á fundinum en önnur áhugasöm eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomin.

Tillögur og ályktanir sem liggja fyrir fundinum eru aðgengilegar hér:

Tillögur að ályktunum.

Stefnubreytingartillögur

Tillögur að lagabreytingum
Farið verður með hópferðabílum til Akureyrar frá Reykjavík og gist í félagsheimilinu. Sendið póst á stjorn@vinstri.is eða hringið í Bjarka (s. 616-7417) ef ykkur vantar far!

ATHUGIÐ: Nauðsynlegt er að taka með sér dýnur og svefnpoka/sængur.

Skráning fer fram hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSePWT4iRy1EubdIBPiYHuTCL0JCENO5_IvmPFG2ND5sQ14Osg/viewform

Dagskrá fundarins:

Dagskrá landsfundar UVG á Akureyri 2-4.september 2016

Föstudagurinn 2.september
12:00 Fyrstu bílar fara frá Reykjavík.
16:00 Áætluð koma fyrstu bíla. Viðtaka lykla, undirbúningur kvöldmatar.
21:00 Landsfundur formlega settur.
21:05 Ávarp aldursforseta framkvæmdarstjórnar.
21:10 Ársskýrsla framkvæmdarstjórnar. Kynnt og lögð fram til samþykktar.
21:20 Ársreikningar. Kynntir og lagðir fram til samþykktar.
21:30 Stjórnmálaumræður.
22:30 Setningarhátíð, fundi frestað til morguns.

Laugardagurinn 3.september
10:00 Landsfundur hefst að nýju.
10:05 Kynning á lagabreytingatillögum og umræður.
10:30 Kynning á ályktanatillögum og umræður.
11:15 Kynning á stefnuskrábreytingatillögum og umræður.
11:45 Málefnahópar um stefnuyfirlýsingarbreytingatillögur taka til starfa.
12:45 Hádegishlé.
Frestur til að skila inn breytingartillögum við stefnuyfirlýsingarbreytingartillögur rennur út.
Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar rennur út.
13:30 Afgreiðsla lagabreytingatillagna.
14:05 Kynning á niðurstöðum málefnahópa um stefnuyfirlýsingarbreytingar.
14:30 Myndband og kynning á ferð UVG á Warsaw Pride.
14:50 Kaffihlé.
15:00 Afgreiðsla á stefnuyfirlýsingarbreytingatillögum.
15:20 Kosningar.
17:00 Hinsegin Norðurland flytja erindi.
17:30 Fundi frestað til morguns.
18:00 Landsfundargleði
Út að borða 18:30-20:00
Gleði að félagsmiðstöðinni (Vædol, pub quiz og að sjálfsögðu Suðræn þægindi) 21:00

Sunnudagurinn 4.september
10:00 Landsfundur hefst að nýju.
10:05 Málefnahópar um ályktanatillögur taka til starfa.
12:10 Kynning á niðurstöðum málefnahópa um ályktanatillögur.
12:30 Kaffihlé.
Frestur til að skila inn breytingatillögum við ályktanir rennur út.
13:00 Afgreiðsla ályktanna.
13:45 Landsfundi slitið.