Landsfundur UVG 1-2. september

Nú líður senn að árlegum landsfundi UVG. Fundurinn verður haldinn helgina 1.-2. september að Strandgötu 24 í Hafnafirði (húsnæði Rauða Krossins). Gott aðgengi er í húsnæðinu.

Dagskrá landsfundar verður með sama sniði og fyrri ár, með stjórnmálaumræðum, málefnastarfi, gestafyrirlestrum og almennum gleðskap. Fullbúna dagskrá má nálgast á facebook síðu UVG  á næstu dögum.

Landsfundur UVG er tilvalin leið fyrir áhugasama til þess að kynnast starfi UVG og við hvetjum sérstaklega nýja félaga til þess að mæta. Allir félagar í VG fædd á árunum 1988-2002 eru félagar í UVG.

Rúmri viku fyrir landsfund, þann 22. ágúst kl. 20, verður haldið nýliðakvöld þar sem starf UVG verður kynnt og farið verður yfir tillögur að stefnubreytingum, lagabreytingum og ályktunum fyrir landsfund. Nýliðakvöldið verður haldið á skrifstofu VG á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Tillögur að lagabreytingum, stefnubreytingum og ályktunum fyrir landsfund skulu berast í tölvupósti fyrir kl. 19 þann 22. ágúst (stjorn@vinstri.is). Á landsfundi verður kosið í framkvæmdastjórn og landstjórn UVG, og hvetjum við áhugasama til þess að bjóða sig fram í stjórn. Frestur til stjórnarframboða rennur ekki út fyrr en á fundinum sjálfum. Fyrir þau sem ekki komast á landsfund en vilja bjóða sig fram í stjórn geta haft samband í gegnum tölvupóst (stjorn@vinstri.is).

Skráðu þig hér